Musaveni reiddist hótunum Vesturlandabúa Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Karim Birimumaso vill fara til Úganda að fræða landa sína um samkyhneigð. Vísir/Valli Ákvörðun Yoweris Museveni Úgandaforseta um að staðfesta umdeild lög um refsingu við samkynhneigð hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim. Úgandabúar virðast þó almennt standa með forseta sínum í þessu máli, og furða sig mjög á þeirri hörku sem þeir telja Vesturlönd hafa sýnt Úganda. Karim Birimumaso, Úgandamaður sem býr hér á landi, segir raunar að það hafi ekki síst verið óbilgirni Vesturlanda sem varð til þess að Museveni sá sér ekki annað fært en að undirrita lögin. „Obama Bandaríkjaforseti hótaði því hvað eftir annað að slíta öllum samskiptum við Úganda,“ segir Karim. „Úgandamenn láta ekki þröngva sér til neins. Museveni varð bálreiður og þetta var meginástæða þess að hann undirritaði lögin. Hann lét ekki bjóða sér svona lagað.“ Burtséð frá því hvort forsetinn hafi, með öfugum formerkjum reyndar, látið þannig undan þrýstingi frá Vesturlöndum þá telur Karim rétt að hafa refsiákvæði í lögum um samkynhneigð. Vandinn sé sá að samkynhneigðir vaði sumir hverjir í peningum og stundi það að fara í fátæk þorp, leiti þar uppi ungmenni og bjóði þeim peninga, menntun og jafnvel atvinnu fyrir að „gerast samkynhneigðir“ eins og Karim orðar það. „Mér var sjálfum gert svona tilboð, en hafnaði því vegna þess að ég hef engan áhuga. En þetta er vandamálið sem þarf að stöðva.“ Karim telur þó að ævilangt fangelsi sé of hörð refsing. „Eitt, tvö eða þrjúár væri alveg nóg.“ Karim segist hins vegar hafa áttað sig á því, eftir að hafa búið hér í fjögur ár, að til sé fólk sem er fætt samkynhneigt. Hann hafi því mikinn hug á því að fara til Úganda til þess að fræða fólk þar um þessa staðreynd lífsins. Hann viðurkennir að líf þeirra, sem „fæddir eru samkynhneigðir“, hafi vissulega orðið hættulegra í Úganda eftir að Museveni staðfesti lögin: „Auðvitað, segi ég, en þó ekki: Ef þú ert samkynhneigður og heldur þig heima við þá þarftu ekkert að óttast. Ef þú ert ekkert að angra annað fólk og bjóða fátækum peninga til þess að gerast samkynhneigðir, þá hefurðu ekkert að óttast,“ segir Karim. Dagblað birti nöfn samkynhneigðra Red Pepper, sem gefið er út í Úganda, birti í gær lista með nöfnum „200 helstu“ samkynhneigðu einstaklingum landsins. Á listanum eru bæði þekktir baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda en einnig einstaklingar, sem til þessa hafa ekki farið hátt með kynhneigð sína. Daginn áður hafði Yoweri Museveni forseti undirritað lög um harða refsingu við samkynhneigð. Samkynhneigð var bönnuð fyrir, en nú liggur allt að ævilangt fangelsi við því að vera samkynhneigður. „Nornafár fjölmiðlanna er aftur komið af stað,“ skrifaði Jacqueline Kasha, þekkt baráttukona fyrir réttindum lesbía og homma í Úganda, á Twitter-síðu sína. Athugasemd ritstjórnar: Í kjölfar viðtalsins að ofan ræddi blaðamaður aftur við Karim þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir aðkasti í kjölfar fyrra viðtalsins. Áréttar hann að hann hafi persónulega ekkert á móti samkynhneigðum. Það hafi hins vegar tekið hann nokkur ár að skilja að fólk geti fæðst samkynhneigt. Nú sé hann orðinn mikill áhugamaður um að tryggja mannréttindi samkynhneigðra í Úganda. Hann vilji til dæmis alls ekki sjá vini sína eða ættingja fara í fangelsi fyrir að vera samkynhneigðir. Nánar hér. Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 Vill vísindalega ráðgjöf um samkynhneigð Forseti Úganda, Yoweri Museveni, vill hjálp Bandaríkjamanna áður en hann staðfestir ný lög. 21. febrúar 2014 21:51 Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda. 25. febrúar 2014 20:00 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Norðmenn draga úr þróunaraðstoð til Úganda Norska ríkisstjórnin mun ekki greiða út tæpan milljarð íslenskra króna í mótmælaskyni vegna nýrrar lagasetningar. 25. febrúar 2014 20:12 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Ákvörðun Yoweris Museveni Úgandaforseta um að staðfesta umdeild lög um refsingu við samkynhneigð hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim. Úgandabúar virðast þó almennt standa með forseta sínum í þessu máli, og furða sig mjög á þeirri hörku sem þeir telja Vesturlönd hafa sýnt Úganda. Karim Birimumaso, Úgandamaður sem býr hér á landi, segir raunar að það hafi ekki síst verið óbilgirni Vesturlanda sem varð til þess að Museveni sá sér ekki annað fært en að undirrita lögin. „Obama Bandaríkjaforseti hótaði því hvað eftir annað að slíta öllum samskiptum við Úganda,“ segir Karim. „Úgandamenn láta ekki þröngva sér til neins. Museveni varð bálreiður og þetta var meginástæða þess að hann undirritaði lögin. Hann lét ekki bjóða sér svona lagað.“ Burtséð frá því hvort forsetinn hafi, með öfugum formerkjum reyndar, látið þannig undan þrýstingi frá Vesturlöndum þá telur Karim rétt að hafa refsiákvæði í lögum um samkynhneigð. Vandinn sé sá að samkynhneigðir vaði sumir hverjir í peningum og stundi það að fara í fátæk þorp, leiti þar uppi ungmenni og bjóði þeim peninga, menntun og jafnvel atvinnu fyrir að „gerast samkynhneigðir“ eins og Karim orðar það. „Mér var sjálfum gert svona tilboð, en hafnaði því vegna þess að ég hef engan áhuga. En þetta er vandamálið sem þarf að stöðva.“ Karim telur þó að ævilangt fangelsi sé of hörð refsing. „Eitt, tvö eða þrjúár væri alveg nóg.“ Karim segist hins vegar hafa áttað sig á því, eftir að hafa búið hér í fjögur ár, að til sé fólk sem er fætt samkynhneigt. Hann hafi því mikinn hug á því að fara til Úganda til þess að fræða fólk þar um þessa staðreynd lífsins. Hann viðurkennir að líf þeirra, sem „fæddir eru samkynhneigðir“, hafi vissulega orðið hættulegra í Úganda eftir að Museveni staðfesti lögin: „Auðvitað, segi ég, en þó ekki: Ef þú ert samkynhneigður og heldur þig heima við þá þarftu ekkert að óttast. Ef þú ert ekkert að angra annað fólk og bjóða fátækum peninga til þess að gerast samkynhneigðir, þá hefurðu ekkert að óttast,“ segir Karim. Dagblað birti nöfn samkynhneigðra Red Pepper, sem gefið er út í Úganda, birti í gær lista með nöfnum „200 helstu“ samkynhneigðu einstaklingum landsins. Á listanum eru bæði þekktir baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda en einnig einstaklingar, sem til þessa hafa ekki farið hátt með kynhneigð sína. Daginn áður hafði Yoweri Museveni forseti undirritað lög um harða refsingu við samkynhneigð. Samkynhneigð var bönnuð fyrir, en nú liggur allt að ævilangt fangelsi við því að vera samkynhneigður. „Nornafár fjölmiðlanna er aftur komið af stað,“ skrifaði Jacqueline Kasha, þekkt baráttukona fyrir réttindum lesbía og homma í Úganda, á Twitter-síðu sína. Athugasemd ritstjórnar: Í kjölfar viðtalsins að ofan ræddi blaðamaður aftur við Karim þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir aðkasti í kjölfar fyrra viðtalsins. Áréttar hann að hann hafi persónulega ekkert á móti samkynhneigðum. Það hafi hins vegar tekið hann nokkur ár að skilja að fólk geti fæðst samkynhneigt. Nú sé hann orðinn mikill áhugamaður um að tryggja mannréttindi samkynhneigðra í Úganda. Hann vilji til dæmis alls ekki sjá vini sína eða ættingja fara í fangelsi fyrir að vera samkynhneigðir. Nánar hér.
Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 Vill vísindalega ráðgjöf um samkynhneigð Forseti Úganda, Yoweri Museveni, vill hjálp Bandaríkjamanna áður en hann staðfestir ný lög. 21. febrúar 2014 21:51 Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda. 25. febrúar 2014 20:00 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Norðmenn draga úr þróunaraðstoð til Úganda Norska ríkisstjórnin mun ekki greiða út tæpan milljarð íslenskra króna í mótmælaskyni vegna nýrrar lagasetningar. 25. febrúar 2014 20:12 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37
Vill vísindalega ráðgjöf um samkynhneigð Forseti Úganda, Yoweri Museveni, vill hjálp Bandaríkjamanna áður en hann staðfestir ný lög. 21. febrúar 2014 21:51
Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda. 25. febrúar 2014 20:00
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Norðmenn draga úr þróunaraðstoð til Úganda Norska ríkisstjórnin mun ekki greiða út tæpan milljarð íslenskra króna í mótmælaskyni vegna nýrrar lagasetningar. 25. febrúar 2014 20:12
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56