Erlent

Nær tíundu hverri konu í Noregi hefur verið nauðgað

Þorgils Jónsson skrifar
Einungis kemur tæpur fjóðrungur nauðgunarmála til kasta norsku lögreglunnar.
Einungis kemur tæpur fjóðrungur nauðgunarmála til kasta norsku lögreglunnar. NordicPhotos/AFP
Noregur Nær tíundu hverri norskri konu hefur verið nauðgað, samkvæmt könnun sem birt var í gær og Aftenposten segir frá.

Ellefu prósent kvenna sem segjast hafa lent í slíku kæra nauðgunina, en þó kemur tæpur fjórðungur tilfella til kasta lögreglunnar. Einungis ellefu prósent nauðgana eru kærð og 29 prósent þolenda segja aldrei nokkrum frá reynslu sinni.

Um helmingur kvennanna sem um ræðir segir árásina hafa gerst áður en þær náðu átján ára aldri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×