Erlent

N-Kórea storkar öryggisráði SÞ

Jóhannes Stefánsson skrifar
Norður-Kórea hefur skotið Scud eldflaugum á loft.
Norður-Kórea hefur skotið Scud eldflaugum á loft. Mynd/DAVID HOLT
Norður-Kórea Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir eldflaugaæfingar Norður-Kóreu brjóta í bága við fjölda ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Norður-Kórea skaut í gærmorgun tveimur Scud-eldflaugum á loft frá suðausturströnd landsins, en þær enduðu í sjónum.

Um er að ræða annað tilvikið í þessari viku þar sem eldflaugum er skotið á loft á sama tíma og Bandaríkin og Suður-Kórea eru við sameiginlegar heræfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×