Erlent

Þrír hnífamenn handsamaðir

Freyr Bjarnason skrifar
Grátandi ættingi eins fórnarlambanna leiddur í burtu á lestarstöðinni.
Grátandi ættingi eins fórnarlambanna leiddur í burtu á lestarstöðinni. Mynd/AP
Þrír þeirra sem voru grunaðir um hnífaárásina í kínversku borginni Kunming voru handsamaðir í gær.

Áður hafði einn verið handtekinn en hinir fjórir sem gerðu árásina voru skotnir til bana af lögreglunni.

Alls fórust 29 manneskjur og 143 særðust þegar árásarmennirnir, sex karlar og tvær konur, stungu fólk sem á vegi þeirra varð á lestarstöð í Kunming, sem er í suðvesturhluta Kína. Ráðamenn telja að aðskilnaðarsinnar frá héraðinu Xinjiang hafi staðið fyrir árásinni.

Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi, á aðeins tólf mínútum, ráðist á fólkið með bjúgsverðum og kjötöxum. „Ég sá fimm eða sex þeirra. Þeir voru allir með hnífa og voru að stinga fólk eins og brjálæðingar hjá fyrsta og öðrum miðasölubási,“ sagði einn þeirra við Reuters.

Chen Yogui, hótelstarfsmaður, sá tíu lík liggja á jörðinni. „Það var blóðlykt í loftinu og margir voru hágrátandi,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×