LKL-mataræði á meðgöngu? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 09:15 Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, segir LKL-mataræði á meðgöngu geta dregið úr eðlilegum vexti fósturs í móðurkviði. Mynd/GVA Lágkolvetnamataræði nýtur nú mikilla vinsælda í því skyni að brenna kílóum hratt en hentar lágkolvetnamataræði barnshafandi konum? „Einfalda svarið er nei, í ljósi stöðu þekkingar um LKL-mataræði í dag,“ segir Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á sykursýki og fjölskyldumiðaðri umönnun í gegnum barneignaferlið. Ingibjörg segir skilgreiningar á LKL-mataræði vera margar og ólíkar. „Þrengsta skilgreining þess, þar sem allverulega er dregið úr kolvetnainntöku, hentar ekki barnshafandi konum. Hafi kona dregið úr kolvetnainntöku, svo sem neyslu á skyndibitum, sælgæti og sætum drykkjum, en innbyrðir þá ráðlagða dagskammta af kolvetnum og skilgreinir það sem LKL-mataræði, má segja að það sé í lagi.“ Ingibjörg brýnir fyrir verðandi mæðrum að neyta trefja og ávaxta á meðgöngu, en í LKL-mataræði er algengt að neysla þeirra sé tamörkuð. „LKL-fæði inniheldur einnig mikla neyslu á fitu og salti sem ekki er hægt að mæla með á meðgöngu. Mataræðið kann að henta takmörkuðum hópi fólks sem þarf að léttast en slíkt á ekki við á meðgöngu.“ Að sögn Ingibjargar hefur LKL-mataræði áhrif á vöxt fósturs í móðurkviði. „Sé verðandi móðir á ströngu LKL-mataræði getur það dregið úr eðlilegum vexti barnsins vegna vannæringar móður. Á meðgöngu er mikilvægt að tryggja gott næringarástand með tilliti til þroska fósturs í móðurkviði. Fæðið getur komið í veg fyrir að móðir og barn fái næringarefni sem báðum eru mikilvæg til að viðhalda heilbrigði.“ Lágkolvetnafæði á meðgöngu getur einnig valdið óæskilegu þyngdartapi verðandi móður. „Það getur valdið orkuleysi, almennri vanlíðan og sleni. Ekki er hægt að tryggja að verðandi móðir fái þau næringarefni sem æskileg eru á meðgöngunni til að viðhalda heilbrigði og skortur á trefjum í fæði getur valdið vandamálum í meltingarfærum, eins og hægðatregðu.“ Í nýjum norrænum ráðleggingum um næringarefni, sem voru birtar fyrir síðustu áramót, er mælt með að hlutfall kolvetna sé á bilinu 45 til 65 prósent af daglegri næringarinntöku. Sömu ráðleggingar eiga við á meðgöngu og fyrir almenning. Lágmark ráðlagðra kolvetna í fæði hefur lítillega lækkað á undanförnum árum. „Meðganga er tímabil þar sem konur þurfa að gæta sérstaklega vel að hollu og næringarríku mataræði. Þá er ekki æskilegt að vera í megrun,“ segir Ingibjörg. „Mikilvægt er að borða almennt fæði samkvæmt manneldismarkmiðum, borða reglulega yfir daginn og fimm til sex máltíðir í skömmtum sem eru í samræmi við næringarþörf. Hafi konur áhyggjur af þyngdarstjórnun á meðgöngu geta ljósmæður, læknar og næringarfræðingar veitt leiðsögn og stutt þær í baráttunni. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að dagleg hreyfing er veigamikill hluti af heilbrigðum lífsstíl og þyngdarstjórnun.“ Þegar kemur að vanfærum konum sem greinast með meðgöngusykursýki mælir Ingibjörg ekki heldur með ströngu LKL-mataræði. „Þunguðum konum með meðgöngusykursýki er ráðlagt að borða reglulega yfir daginn vel samsett, fjölbreytt og hollt fæði. Það er alltaf jákvætt að skerða inntöku fínunninna kolvetna og forðast sykraða drykki, kökur, sælgæti og snakk. Hjá þunguðum konum með meðgöngusykursýki eru reglulegar máltíðir, hollt fæði, skerðing fínunninna kolvetna auk daglegrar hreyfingar lykillinn að farsælli útkomu móður og barns.“ Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fleiri fréttir Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Sjá meira
Lágkolvetnamataræði nýtur nú mikilla vinsælda í því skyni að brenna kílóum hratt en hentar lágkolvetnamataræði barnshafandi konum? „Einfalda svarið er nei, í ljósi stöðu þekkingar um LKL-mataræði í dag,“ segir Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á sykursýki og fjölskyldumiðaðri umönnun í gegnum barneignaferlið. Ingibjörg segir skilgreiningar á LKL-mataræði vera margar og ólíkar. „Þrengsta skilgreining þess, þar sem allverulega er dregið úr kolvetnainntöku, hentar ekki barnshafandi konum. Hafi kona dregið úr kolvetnainntöku, svo sem neyslu á skyndibitum, sælgæti og sætum drykkjum, en innbyrðir þá ráðlagða dagskammta af kolvetnum og skilgreinir það sem LKL-mataræði, má segja að það sé í lagi.“ Ingibjörg brýnir fyrir verðandi mæðrum að neyta trefja og ávaxta á meðgöngu, en í LKL-mataræði er algengt að neysla þeirra sé tamörkuð. „LKL-fæði inniheldur einnig mikla neyslu á fitu og salti sem ekki er hægt að mæla með á meðgöngu. Mataræðið kann að henta takmörkuðum hópi fólks sem þarf að léttast en slíkt á ekki við á meðgöngu.“ Að sögn Ingibjargar hefur LKL-mataræði áhrif á vöxt fósturs í móðurkviði. „Sé verðandi móðir á ströngu LKL-mataræði getur það dregið úr eðlilegum vexti barnsins vegna vannæringar móður. Á meðgöngu er mikilvægt að tryggja gott næringarástand með tilliti til þroska fósturs í móðurkviði. Fæðið getur komið í veg fyrir að móðir og barn fái næringarefni sem báðum eru mikilvæg til að viðhalda heilbrigði.“ Lágkolvetnafæði á meðgöngu getur einnig valdið óæskilegu þyngdartapi verðandi móður. „Það getur valdið orkuleysi, almennri vanlíðan og sleni. Ekki er hægt að tryggja að verðandi móðir fái þau næringarefni sem æskileg eru á meðgöngunni til að viðhalda heilbrigði og skortur á trefjum í fæði getur valdið vandamálum í meltingarfærum, eins og hægðatregðu.“ Í nýjum norrænum ráðleggingum um næringarefni, sem voru birtar fyrir síðustu áramót, er mælt með að hlutfall kolvetna sé á bilinu 45 til 65 prósent af daglegri næringarinntöku. Sömu ráðleggingar eiga við á meðgöngu og fyrir almenning. Lágmark ráðlagðra kolvetna í fæði hefur lítillega lækkað á undanförnum árum. „Meðganga er tímabil þar sem konur þurfa að gæta sérstaklega vel að hollu og næringarríku mataræði. Þá er ekki æskilegt að vera í megrun,“ segir Ingibjörg. „Mikilvægt er að borða almennt fæði samkvæmt manneldismarkmiðum, borða reglulega yfir daginn og fimm til sex máltíðir í skömmtum sem eru í samræmi við næringarþörf. Hafi konur áhyggjur af þyngdarstjórnun á meðgöngu geta ljósmæður, læknar og næringarfræðingar veitt leiðsögn og stutt þær í baráttunni. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að dagleg hreyfing er veigamikill hluti af heilbrigðum lífsstíl og þyngdarstjórnun.“ Þegar kemur að vanfærum konum sem greinast með meðgöngusykursýki mælir Ingibjörg ekki heldur með ströngu LKL-mataræði. „Þunguðum konum með meðgöngusykursýki er ráðlagt að borða reglulega yfir daginn vel samsett, fjölbreytt og hollt fæði. Það er alltaf jákvætt að skerða inntöku fínunninna kolvetna og forðast sykraða drykki, kökur, sælgæti og snakk. Hjá þunguðum konum með meðgöngusykursýki eru reglulegar máltíðir, hollt fæði, skerðing fínunninna kolvetna auk daglegrar hreyfingar lykillinn að farsælli útkomu móður og barns.“
Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fleiri fréttir Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Sjá meira