Erlent

Vírus smitar eftir 30 þúsund ár í sífreranum

Brjánn Jónasson skrifar
Vírusar eru mis-harðir af sér og þó einn lifi af 30 þúsund ár í sífreranum þýðir það ekki að aðrir lifi af við slíkar aðstæður.
Vírusar eru mis-harðir af sér og þó einn lifi af 30 þúsund ár í sífreranum þýðir það ekki að aðrir lifi af við slíkar aðstæður. Fréttablaðið/Vilhelm
Vírus sem hafði verið frosinn í sífreranum í Síberíu í um 30 þúsund ár vaknaði eftir að vísindamenn þýddu hann. Þeir segja að þrátt fyrir þessa löngu vist í frystinum sé hann enn hættulegur amöbum og geti smitað.

Mönnum er ekki talin stafa hætta af þessum vírus, en vísindamennirnir segja í samtali við BBC að þeir óttist að aðrir vírusar sem hafa verið frosnir lengi geti valdið hættu. Sífrerinn í Síberíu er að minnka, auk þess sem námur og borholur gætu hleypt gömlum vírusum á borð við bólusótt aftur í umferð.

„Ef aðrir vírusar geta lifað af eins og þessi amöbu-vírus hefur bólusótt ekki verið útrýmt af jörðinni heldur aðeins verið útrýmt af yfirborðinu,“ segir Jean-Michel Claveri, prófessor við Aix-Marseille háskólann í Frakklandi, við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×