Túlkar árstíðirnar í orðum og litum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:00 „Flestir þekkja mig sem konuna sem hefur málað tónlistarmenn og dansandi konur,“ segir Rut Rebekka. Fréttablaðið/Valli „Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Dvaldi í fögrum garði Ríkharðs Valtingojers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikningunum, um einn og hálfan metra á kant. Laufblöðin á myndunum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heitir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðrinum, litunum og kraftinum í jörðinni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskólann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Dvaldi í fögrum garði Ríkharðs Valtingojers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikningunum, um einn og hálfan metra á kant. Laufblöðin á myndunum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heitir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðrinum, litunum og kraftinum í jörðinni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskólann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira