Erlent

Forsetafrúin taldi laun forsetans of lág

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni ræddu meðal annars hvernig þau ætluðu að græða peninga þegar forsetatíð hans lyki.
Nordicphotos/AFP
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni ræddu meðal annars hvernig þau ætluðu að græða peninga þegar forsetatíð hans lyki. Nordicphotos/AFP
Einn af nánustu ráðgjöfum Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta, hleraði samtöl forsetans. Samkvæmt upptökunum, sem meðal annars voru birtar á fréttavefnum Atlantico í fyrradag, kvartaði forsetafrúin, Carla Bruni, undan lélegum launum eiginmannsins sem hún taldi að væru hærri.



Forsetafrúin hafði ekki, frekar en aðrir, hugmynd um að ráðgjafinn, Patrick Buisson, væri með upptökutæki í jakkavasanum. Þess vegna ræddi hún frjálslega um ábatasama auglýsingasamninga sem hún hugðist skrifa undir um leið og forsetatíð makans lyki. Forsetinn ræddi sjálfur um hvernig hann ætlaði að fara að því að græða peninga auk þess sem hann kvartaði undan því hversu lélegir sumir ráðherra hans væru.



Áður en upptökurnar, sem voru hundruð klukkustunda, voru birtar hafði lögreglan lagt hald á þær. Lögregluna grunar að Buisson hafi tekið of hátt verð fyrir skoðanakannanir sem forsetinn pantaði af fyrirtæki hans. Upptökurnar, sem flestar eru frá 2011, fundust við húsleit í íbúð ráðgjafans.



Haft er eftir vinum forsetans að hann hafi verið öskureiður vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×