Erlent

Þrettán nunnur lausar úr gíslingu

Freyr Bjarnason skrifar
Þrettán nunnum var sleppt úr haldi í gær og voru þær að vonum frelsinu fegnar.
Þrettán nunnum var sleppt úr haldi í gær og voru þær að vonum frelsinu fegnar. Mynd/AP
Þrettán nunnum úr grísku rétttrúnaðarkirkjunni var sleppt lausum í gær eftir að hafa verið haldið í gíslingu hjá sýrlenskum uppreisnarmönnum sem tengjast al-Kaída-samtökunum.

Nunnunum, ásamt þremur konum til viðbótar, var sleppt lausum í hverfinu Quassaa í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þær fengu frelsið eftir að sýrlensk stjórnvöld gerðu samning við uppreisnarsamtökin Nusra Front. Um 150 sýrlenskum konum sem hafa verið í fangelsi verður sleppt lausum í staðinn fyrir nunnurnar.

Þeim var rænt, ásamt konunum þremur, úr klaustri í bænum Maaloula í desember. „Við komum seint til baka og við vorum orðnar mjög þreyttar,“ sagði Pelagia Sayaf, abbadísin í klaustrinu. Hún bætti við að nunnurnar hefðu fengið góða meðhöndlun. „Guð yfirgaf okkur ekki,“ sagði hún.

„The (Nusra) Front komu vel fram við okkur en við tókum samt af okkur krossana vegna þess að þetta var rangur staður til að hafa þá uppi við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×