Erlent

Sænskur blaðamaður drepinn

Freyr Bjarnason skrifar
Nils Horner var drepinn í Afganistan.
Nils Horner var drepinn í Afganistan. Mynd/AP
Sænskur blaðamaður var skotinn til bana í gær á meðan hann var á spjalli við þýðanda úti á götu í Kabúl, höfuðborg Afganistans.

Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem útlendingar eru drepnir á þessu annars rólega svæði í borginni.

Sjónarvottar segja að tveir menn hafi gengið að blaðamanninum og annar þeirra hafi dregið fram skammbyssu og skotið hann í höfuðið. Tveir menn hafa einmitt verið handteknir, grunaðir um árásina.

Hinn 51 árs Nils Horner, sem var einnig með breskt ríkisfang, hafði starfað fyrir sænska ríkisútvarpið frá árinu 2001 sem erlendur fréttaritari.

Lögreglan rannsakar hvort um hafi verið að ræða árás þar sem útlendingur var skotmarkið eða hvort hún hafi verið persónuleg. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, neitaði því að samtökin bæru ábyrgð á árásinni. Tveir mánuðir eru liðnir síðan talibanar gerðu sjálfsmorðs- og skotárás á líbönskum veitingastað á sama svæði þar sem þrettán útlendingar og átta Afganar létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×