„Sum lögin eru fjörug, önnur ljúfsár, nokkur unaðsleg og mörg fyndin. Öll eru þau æðisleg,“ segir í fréttatilkynningu Sætabrauðsdrengjanna sem stíga á svið í Salnum annað kvöld klukkan 20.
„Við einskorðum okkur við lög og útsetningar Jóhanns Guðmundar Jóhannssonar. Syngjum til dæmis bítlalög og Litla kvæðið um litlu hjónin eftir Pál Ísólfsson í skemmtilegum útfærslum hans,“ upplýsir Bergþór Pálsson, einn sætabrauðsdrengjanna.
Textar eru meðal annars eftir Þórarin Eldjárn og Þorvald Þorsteinsson.
Bergþór segir mikla vináttu hafa skapast innan hópsins.
„Við fórum í fyrrasumar um Austurland og milli tónleika einkenndist samveran af skrafi yfir kaffibllum og meðlæti. Þannig kom nafnið til.“
Fjörug, unaðsleg og fyndin lög
