Freyr: Líka búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 07:30 Freyr Alexandersson fagnar góðum úrslitum ásamt Hallberu Gíslasdóttur. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Sjá meira