Carmina Burana klassískt popp Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 14:00 Það var létt yfir æfingunni sem ljósmyndarinn leit inn á í Langholtskirkju. Fréttablaðið/Stefán „Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira