Ljóðlympíuleikar 2014 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:00 Megan Auður: "Vonandi verða mikil læti og mikið stuð.“ Vísir/Daníel „Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari. Borgarbókasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ljóðaslammi en Megan segir meininguna að taka þetta lengra í kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt og við hvetjum áhorfendur til að láta hressilega í sér heyra.“ Það eru forlagið Meðgönguljóð og ungskáldahópurinn Fríyrkjan sem standa fyrir slamminu. Megan er þátttakandi í Fríyrkjunni, sem gaf út safnrit með ljóðum skálda á aldrinum 17 til 25 ára í fyrra, og hún segir hópinn hafa verið duglegan að koma fram og lesa ljóð, þá gjarnan með tónlistarívafi. Á því verður ekki breyting í kvöld því rapphópurinn Reykjavíkurdætur mun spila í dómarahléi. Dómnefnd skipa skáldin Hallgrímur Helgason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Meðgönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Boðið verður upp á tíu atriði og er búið að velja þau. Megan segir meininguna að halda slík slömm oftar og hvetur áhugasama til að skrá sig í slömm framtíðarinnar á netfanginu friyrkjan@gmail.com. „Það er öllum velkomið að sækja um þátttöku og væri mjög gaman ef sem flestir skráðu sig.“ Hverjir munu keppa í kvöld er algjört leyndarmál og því eiga forvitnir ekki annan kost en að vera mættir á Loft Hostel klukkan 20 í kvöld og bíða spenntir eftir að fyrsta skáldið stígi á svið. Menning Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari. Borgarbókasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ljóðaslammi en Megan segir meininguna að taka þetta lengra í kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt og við hvetjum áhorfendur til að láta hressilega í sér heyra.“ Það eru forlagið Meðgönguljóð og ungskáldahópurinn Fríyrkjan sem standa fyrir slamminu. Megan er þátttakandi í Fríyrkjunni, sem gaf út safnrit með ljóðum skálda á aldrinum 17 til 25 ára í fyrra, og hún segir hópinn hafa verið duglegan að koma fram og lesa ljóð, þá gjarnan með tónlistarívafi. Á því verður ekki breyting í kvöld því rapphópurinn Reykjavíkurdætur mun spila í dómarahléi. Dómnefnd skipa skáldin Hallgrímur Helgason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Meðgönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Boðið verður upp á tíu atriði og er búið að velja þau. Megan segir meininguna að halda slík slömm oftar og hvetur áhugasama til að skrá sig í slömm framtíðarinnar á netfanginu friyrkjan@gmail.com. „Það er öllum velkomið að sækja um þátttöku og væri mjög gaman ef sem flestir skráðu sig.“ Hverjir munu keppa í kvöld er algjört leyndarmál og því eiga forvitnir ekki annan kost en að vera mættir á Loft Hostel klukkan 20 í kvöld og bíða spenntir eftir að fyrsta skáldið stígi á svið.
Menning Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira