Gasmælingar aukast við Heklu Freyr Bjarnason skrifar 20. mars 2014 07:00 Gasmælirinn frá Veðurstofunni er inni í þessum litla kofa sem var reistur uppi á Heklu. Mynd/Veðurstofa Íslands Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu. „Kvika í eldfjöllum losar venjulega eitthvað gas og eitt af því sem menn gera þegar eldfjöll eru vöktuð er að mæla gasútstreymi frá eldfjöllum. Það gefur upplýsingar um dýpi og eðli kvikunnar og getur gefið upplýsingar sem skjálftamælar og GPS-mælar gefa ekki,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en stöðug þensla hefur verið umhverfis Heklu síðan mælingar hófust. Aðspurður segir hann að kerfisbundnar gasmælingar í kringum íslensk eldfjöll hafi lítið sem ekkert verið stundaðar í gegnum árin. „Það er frekar erfitt að mæla gas og nota gasmæla sem vöktunartæki á Íslandi. Það eru ýmis ljón í veginum fyrir því, meðal annars veðurfarsleg, en menn hafa verið að fikra sig í þessa átt.“ Mælitækjum í kringum Heklu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, þar á meðal jarðskjálfta- og GPS-mælum. „Mikilvægasta viðbótin er kannski sú að það er orðið talsvert þétt net af GPS-mælum,“ segir Benedikt, en GPS-stöðvarnar sem vakta Heklu eru tíu talsins. Skjálftamælar í kringum Heklu eru þrír en gasmælirinn einn. „Við erum búnir að vera viðbúnir Heklugosi í talsvert mörg ár. Þetta endar í gosi, spurningin er hvenær. Það er ekki sjálfgefið að það verði á næstu árum en það er það sem við gerum ráð fyrir og búumst við.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu. „Kvika í eldfjöllum losar venjulega eitthvað gas og eitt af því sem menn gera þegar eldfjöll eru vöktuð er að mæla gasútstreymi frá eldfjöllum. Það gefur upplýsingar um dýpi og eðli kvikunnar og getur gefið upplýsingar sem skjálftamælar og GPS-mælar gefa ekki,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en stöðug þensla hefur verið umhverfis Heklu síðan mælingar hófust. Aðspurður segir hann að kerfisbundnar gasmælingar í kringum íslensk eldfjöll hafi lítið sem ekkert verið stundaðar í gegnum árin. „Það er frekar erfitt að mæla gas og nota gasmæla sem vöktunartæki á Íslandi. Það eru ýmis ljón í veginum fyrir því, meðal annars veðurfarsleg, en menn hafa verið að fikra sig í þessa átt.“ Mælitækjum í kringum Heklu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, þar á meðal jarðskjálfta- og GPS-mælum. „Mikilvægasta viðbótin er kannski sú að það er orðið talsvert þétt net af GPS-mælum,“ segir Benedikt, en GPS-stöðvarnar sem vakta Heklu eru tíu talsins. Skjálftamælar í kringum Heklu eru þrír en gasmælirinn einn. „Við erum búnir að vera viðbúnir Heklugosi í talsvert mörg ár. Þetta endar í gosi, spurningin er hvenær. Það er ekki sjálfgefið að það verði á næstu árum en það er það sem við gerum ráð fyrir og búumst við.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira