Sá yðar sem syndlaus er... Gunnar Þorsteinsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Mér finnst merkilegt hversu aðgengi þeirra sem ata aðra auri er greitt að ríkisfjölmiðlum. Nú nýverið var ég borinn þungum sökum í Kastljósþætti Sjónvarpsins, þar sem fréttamaður fer með getsakir á hendur mér í löngu máli, þar sem hann fjallar um kröfu stjórnar Krossgatna um rannsókn á meintri vafasamri meðferð fjármuna Krossgatna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kastljós fer í slíka vegferð gegn mér, en fyrir rúmum þremur árum gerði Kastljós slíkt hið sama, er það flutti mál kvenna sem fóru með fáránlegar ásakanir á hendur mér sem saksóknari vísaði síðan frá. Þar fóru Kastljósmenn rangt með og brutu á mér rétt. Fréttamaðurinn lætur þess getið að ég hafi sætt ákæru, reyndar af allt öðrum toga, og telur það upplýsandi fyrir þessa frétt og gerir síðan samanburð sem er fáránlegur. En fréttamaðurinn gætir ekki jafnræðis og upplýsir ekki að ákærandi minn, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, hefur sætt kæru vegna þjófnaðar, fjárdráttar, fölsunar ársreikninga og fyrir að villa á sér heimildir. Sú aðferð að gera kröfu um rannsókn og senda bólgin bréf í allar áttir er í hæsta máta ámælisverð. Af hverju eru þeir ekki spurðir sem að málinu koma og málið leyst með þeim hætti? Þennan undarlega málatilbúnað verður að skoða í ljósi þess að sú stjórn sem þetta gerir situr án umboðs. Hún er skipuð af stjórn Krossins sem kosin var á ólöglegum fundi þar sem fjölmargar réttarreglur voru brotnar. Flestir þeirra stjórnarmanna sem þá voru settir inn hafa yfirgefið stjórnina og eru ekki virkir. Einn óskaði eftir að segja af sér, en honum er tjáð að það geti hann ekki nema á fundi. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enginn ársfundur var haldinn í fyrra þrátt fyrir að ítrekað væri rekið á eftir því og fyrirheit voru gefin um það. Óyndisúrræði Nú er komið að aðalfundi samkvæmt samþykktum safnaðarins og ljóst er að þeir sem sitja fyrir á fleti bera mikinn kvíðboga fyrir þeim fundi og reyna með öllum tiltækum ráðum að halda sínu. Tímasetning þessarar beiðni um rannsókn segir eiginlega allt sem segja þarf. Menn hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að sverta mig sem þeir mega og vega að mér með þeim hætti að mér verði ekki stætt á því að halda minni baráttu áfram fyrir breytingum í stjórn Krossins. Hér eru menn með augljósum og óábyrgum hætti að misnota fjölmiðla og réttarkerfið til að ná fram annarlegum markmiðum. Það sjá allir sem vilja sjá að stjórn Krossins hefur brotið lög sem og samþykktir safnaðarins með framgöngu sinni. Nú skal búin til smjörklípa til að breiða yfir það. Þessi aðför segir ekkert um mig, en fjölmargt um þá sem að henni standa. Auðvitað ætti að biðja um opinbera rannsókn á starfsháttum stjórnarmanna í Krossinum sem hafa með ótrúlegum lagaklækjum, svikum og fláræði barist fyrir annarlegum hagsmunum. Ég held að sú leið sé e.t.v. ekki sú rétta heldur beri að hvetja stjórn Krossins til að fara að lögum og halda aðalfund hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst merkilegt hversu aðgengi þeirra sem ata aðra auri er greitt að ríkisfjölmiðlum. Nú nýverið var ég borinn þungum sökum í Kastljósþætti Sjónvarpsins, þar sem fréttamaður fer með getsakir á hendur mér í löngu máli, þar sem hann fjallar um kröfu stjórnar Krossgatna um rannsókn á meintri vafasamri meðferð fjármuna Krossgatna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kastljós fer í slíka vegferð gegn mér, en fyrir rúmum þremur árum gerði Kastljós slíkt hið sama, er það flutti mál kvenna sem fóru með fáránlegar ásakanir á hendur mér sem saksóknari vísaði síðan frá. Þar fóru Kastljósmenn rangt með og brutu á mér rétt. Fréttamaðurinn lætur þess getið að ég hafi sætt ákæru, reyndar af allt öðrum toga, og telur það upplýsandi fyrir þessa frétt og gerir síðan samanburð sem er fáránlegur. En fréttamaðurinn gætir ekki jafnræðis og upplýsir ekki að ákærandi minn, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, hefur sætt kæru vegna þjófnaðar, fjárdráttar, fölsunar ársreikninga og fyrir að villa á sér heimildir. Sú aðferð að gera kröfu um rannsókn og senda bólgin bréf í allar áttir er í hæsta máta ámælisverð. Af hverju eru þeir ekki spurðir sem að málinu koma og málið leyst með þeim hætti? Þennan undarlega málatilbúnað verður að skoða í ljósi þess að sú stjórn sem þetta gerir situr án umboðs. Hún er skipuð af stjórn Krossins sem kosin var á ólöglegum fundi þar sem fjölmargar réttarreglur voru brotnar. Flestir þeirra stjórnarmanna sem þá voru settir inn hafa yfirgefið stjórnina og eru ekki virkir. Einn óskaði eftir að segja af sér, en honum er tjáð að það geti hann ekki nema á fundi. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enginn ársfundur var haldinn í fyrra þrátt fyrir að ítrekað væri rekið á eftir því og fyrirheit voru gefin um það. Óyndisúrræði Nú er komið að aðalfundi samkvæmt samþykktum safnaðarins og ljóst er að þeir sem sitja fyrir á fleti bera mikinn kvíðboga fyrir þeim fundi og reyna með öllum tiltækum ráðum að halda sínu. Tímasetning þessarar beiðni um rannsókn segir eiginlega allt sem segja þarf. Menn hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að sverta mig sem þeir mega og vega að mér með þeim hætti að mér verði ekki stætt á því að halda minni baráttu áfram fyrir breytingum í stjórn Krossins. Hér eru menn með augljósum og óábyrgum hætti að misnota fjölmiðla og réttarkerfið til að ná fram annarlegum markmiðum. Það sjá allir sem vilja sjá að stjórn Krossins hefur brotið lög sem og samþykktir safnaðarins með framgöngu sinni. Nú skal búin til smjörklípa til að breiða yfir það. Þessi aðför segir ekkert um mig, en fjölmargt um þá sem að henni standa. Auðvitað ætti að biðja um opinbera rannsókn á starfsháttum stjórnarmanna í Krossinum sem hafa með ótrúlegum lagaklækjum, svikum og fláræði barist fyrir annarlegum hagsmunum. Ég held að sú leið sé e.t.v. ekki sú rétta heldur beri að hvetja stjórn Krossins til að fara að lögum og halda aðalfund hið fyrsta.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun