Sá yðar sem syndlaus er... Gunnar Þorsteinsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Mér finnst merkilegt hversu aðgengi þeirra sem ata aðra auri er greitt að ríkisfjölmiðlum. Nú nýverið var ég borinn þungum sökum í Kastljósþætti Sjónvarpsins, þar sem fréttamaður fer með getsakir á hendur mér í löngu máli, þar sem hann fjallar um kröfu stjórnar Krossgatna um rannsókn á meintri vafasamri meðferð fjármuna Krossgatna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kastljós fer í slíka vegferð gegn mér, en fyrir rúmum þremur árum gerði Kastljós slíkt hið sama, er það flutti mál kvenna sem fóru með fáránlegar ásakanir á hendur mér sem saksóknari vísaði síðan frá. Þar fóru Kastljósmenn rangt með og brutu á mér rétt. Fréttamaðurinn lætur þess getið að ég hafi sætt ákæru, reyndar af allt öðrum toga, og telur það upplýsandi fyrir þessa frétt og gerir síðan samanburð sem er fáránlegur. En fréttamaðurinn gætir ekki jafnræðis og upplýsir ekki að ákærandi minn, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, hefur sætt kæru vegna þjófnaðar, fjárdráttar, fölsunar ársreikninga og fyrir að villa á sér heimildir. Sú aðferð að gera kröfu um rannsókn og senda bólgin bréf í allar áttir er í hæsta máta ámælisverð. Af hverju eru þeir ekki spurðir sem að málinu koma og málið leyst með þeim hætti? Þennan undarlega málatilbúnað verður að skoða í ljósi þess að sú stjórn sem þetta gerir situr án umboðs. Hún er skipuð af stjórn Krossins sem kosin var á ólöglegum fundi þar sem fjölmargar réttarreglur voru brotnar. Flestir þeirra stjórnarmanna sem þá voru settir inn hafa yfirgefið stjórnina og eru ekki virkir. Einn óskaði eftir að segja af sér, en honum er tjáð að það geti hann ekki nema á fundi. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enginn ársfundur var haldinn í fyrra þrátt fyrir að ítrekað væri rekið á eftir því og fyrirheit voru gefin um það. Óyndisúrræði Nú er komið að aðalfundi samkvæmt samþykktum safnaðarins og ljóst er að þeir sem sitja fyrir á fleti bera mikinn kvíðboga fyrir þeim fundi og reyna með öllum tiltækum ráðum að halda sínu. Tímasetning þessarar beiðni um rannsókn segir eiginlega allt sem segja þarf. Menn hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að sverta mig sem þeir mega og vega að mér með þeim hætti að mér verði ekki stætt á því að halda minni baráttu áfram fyrir breytingum í stjórn Krossins. Hér eru menn með augljósum og óábyrgum hætti að misnota fjölmiðla og réttarkerfið til að ná fram annarlegum markmiðum. Það sjá allir sem vilja sjá að stjórn Krossins hefur brotið lög sem og samþykktir safnaðarins með framgöngu sinni. Nú skal búin til smjörklípa til að breiða yfir það. Þessi aðför segir ekkert um mig, en fjölmargt um þá sem að henni standa. Auðvitað ætti að biðja um opinbera rannsókn á starfsháttum stjórnarmanna í Krossinum sem hafa með ótrúlegum lagaklækjum, svikum og fláræði barist fyrir annarlegum hagsmunum. Ég held að sú leið sé e.t.v. ekki sú rétta heldur beri að hvetja stjórn Krossins til að fara að lögum og halda aðalfund hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Mér finnst merkilegt hversu aðgengi þeirra sem ata aðra auri er greitt að ríkisfjölmiðlum. Nú nýverið var ég borinn þungum sökum í Kastljósþætti Sjónvarpsins, þar sem fréttamaður fer með getsakir á hendur mér í löngu máli, þar sem hann fjallar um kröfu stjórnar Krossgatna um rannsókn á meintri vafasamri meðferð fjármuna Krossgatna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kastljós fer í slíka vegferð gegn mér, en fyrir rúmum þremur árum gerði Kastljós slíkt hið sama, er það flutti mál kvenna sem fóru með fáránlegar ásakanir á hendur mér sem saksóknari vísaði síðan frá. Þar fóru Kastljósmenn rangt með og brutu á mér rétt. Fréttamaðurinn lætur þess getið að ég hafi sætt ákæru, reyndar af allt öðrum toga, og telur það upplýsandi fyrir þessa frétt og gerir síðan samanburð sem er fáránlegur. En fréttamaðurinn gætir ekki jafnræðis og upplýsir ekki að ákærandi minn, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, hefur sætt kæru vegna þjófnaðar, fjárdráttar, fölsunar ársreikninga og fyrir að villa á sér heimildir. Sú aðferð að gera kröfu um rannsókn og senda bólgin bréf í allar áttir er í hæsta máta ámælisverð. Af hverju eru þeir ekki spurðir sem að málinu koma og málið leyst með þeim hætti? Þennan undarlega málatilbúnað verður að skoða í ljósi þess að sú stjórn sem þetta gerir situr án umboðs. Hún er skipuð af stjórn Krossins sem kosin var á ólöglegum fundi þar sem fjölmargar réttarreglur voru brotnar. Flestir þeirra stjórnarmanna sem þá voru settir inn hafa yfirgefið stjórnina og eru ekki virkir. Einn óskaði eftir að segja af sér, en honum er tjáð að það geti hann ekki nema á fundi. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enginn ársfundur var haldinn í fyrra þrátt fyrir að ítrekað væri rekið á eftir því og fyrirheit voru gefin um það. Óyndisúrræði Nú er komið að aðalfundi samkvæmt samþykktum safnaðarins og ljóst er að þeir sem sitja fyrir á fleti bera mikinn kvíðboga fyrir þeim fundi og reyna með öllum tiltækum ráðum að halda sínu. Tímasetning þessarar beiðni um rannsókn segir eiginlega allt sem segja þarf. Menn hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að sverta mig sem þeir mega og vega að mér með þeim hætti að mér verði ekki stætt á því að halda minni baráttu áfram fyrir breytingum í stjórn Krossins. Hér eru menn með augljósum og óábyrgum hætti að misnota fjölmiðla og réttarkerfið til að ná fram annarlegum markmiðum. Það sjá allir sem vilja sjá að stjórn Krossins hefur brotið lög sem og samþykktir safnaðarins með framgöngu sinni. Nú skal búin til smjörklípa til að breiða yfir það. Þessi aðför segir ekkert um mig, en fjölmargt um þá sem að henni standa. Auðvitað ætti að biðja um opinbera rannsókn á starfsháttum stjórnarmanna í Krossinum sem hafa með ótrúlegum lagaklækjum, svikum og fláræði barist fyrir annarlegum hagsmunum. Ég held að sú leið sé e.t.v. ekki sú rétta heldur beri að hvetja stjórn Krossins til að fara að lögum og halda aðalfund hið fyrsta.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun