Fór að skoða tengsl feðra við börnin sín Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 14:00 "Þessir feðgar virðast í góðu sambandi. Valur Freyr sem faðir og sonur hans Grettir í hlutverki sonar. Mynd/Ilmur Valur Freyr Einarsson sló í gegn í sýningunni Tengdó, Grímusýningu ársins 2012. Nú teflir hann fram nýju verki, Dagbók jazzsöngvarans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld á vegum CommonNonsense. „Þetta eru eiginlega systkinasýningar, Tengdó og þessi, því vinnsluaðferðin er svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu sína á nýja verkinu. Hann kveðst hafa byrjað fyrir tveimur árum á að taka viðtal við mann sem var langt genginn með krabbamein. „Ég var ekki viss hvort hann mundi lifa sumarið af og dreif mig í að spjalla við hann. Svo er hann enn sprækur tveimur árum seinna, Guði sé lof. Hann trúði mér fyrir alls konar hlutum, fór í smá uppgjör við fortíðina, meðal annars samskipti sín við föður sinn og árin í djassinum. Það varð upphafið að þessu ferli hjá mér. Ég fór að skoða tengsl feðra við börnin sín eða tengslaleysi og hvernig það lekur ómeðvitað milli kynslóða. Það er undirliggjandi þema í þessu verki.“ Valur Freyr segir þennan umrædda mann hafa komið á rennsli um daginn og kannast við ýmislegt í sögunni. „Hann var þakklátur og fannst gott að þetta efni væri dregið fram í dagsljósið. Eitthvað sem hann hefur setið með í fanginu í mörg ár.“ Auk Vals Freys leikur 12 ára sonur hans, Grettir Valsson, í Dagbók jazzsöngvarans, auk hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson, um leikmynd og búninga sér Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og hljóðmynd er Davíðs Þórs Jónssonar. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Valur Freyr Einarsson sló í gegn í sýningunni Tengdó, Grímusýningu ársins 2012. Nú teflir hann fram nýju verki, Dagbók jazzsöngvarans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld á vegum CommonNonsense. „Þetta eru eiginlega systkinasýningar, Tengdó og þessi, því vinnsluaðferðin er svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu sína á nýja verkinu. Hann kveðst hafa byrjað fyrir tveimur árum á að taka viðtal við mann sem var langt genginn með krabbamein. „Ég var ekki viss hvort hann mundi lifa sumarið af og dreif mig í að spjalla við hann. Svo er hann enn sprækur tveimur árum seinna, Guði sé lof. Hann trúði mér fyrir alls konar hlutum, fór í smá uppgjör við fortíðina, meðal annars samskipti sín við föður sinn og árin í djassinum. Það varð upphafið að þessu ferli hjá mér. Ég fór að skoða tengsl feðra við börnin sín eða tengslaleysi og hvernig það lekur ómeðvitað milli kynslóða. Það er undirliggjandi þema í þessu verki.“ Valur Freyr segir þennan umrædda mann hafa komið á rennsli um daginn og kannast við ýmislegt í sögunni. „Hann var þakklátur og fannst gott að þetta efni væri dregið fram í dagsljósið. Eitthvað sem hann hefur setið með í fanginu í mörg ár.“ Auk Vals Freys leikur 12 ára sonur hans, Grettir Valsson, í Dagbók jazzsöngvarans, auk hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson, um leikmynd og búninga sér Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og hljóðmynd er Davíðs Þórs Jónssonar.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira