Afglæpavæðing og skaðaminnkun Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 11. apríl 2014 07:00 Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls?
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun