Menning

Ágúst verður gestur Þórs

Á jazzkvöldi KEX Hostels í kvöld kemur fram hljómsveit söngvarans Þórs Breiðfjörð. Hana skipa, auk Þórs, þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Sérstakur gestur með þeim verður kvikmyndagerðarmaðurinn góðkunni Ágúst Guðmundsson, en hann mun leika á gítar í nokkrum lögum. Flutt verður tónlist úr stóru Amerísku söngbókinni; sígræn sönglög sem „krúnerar“ á borð við Bing Crosby gerðu fræg. Tónlistarflutningurinn hefst klukkan 20.30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.