Nokkurra orða breyting varð að stórum mistökum Svavar Kjarrval skrifar 23. apríl 2014 07:00 Þann 10. apríl síðastliðinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi þegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna lauk störfum. Næst þegar Alþingi gefur út þingsályktun um að setja á fót rannsóknarnefnd munu þau aftur detta út. Hvernig má það vera? Í lögum um rannsóknarnefndir má finna eftirfarandi ákvæði (1.-2. málsliður 14. gr.): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki á meðan rannsóknarnefnd er að störfum. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ Með þessu ákvæði eru upplýsingalög, greinar 18-21 í persónuverndarlögum og langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar á meðan rannsóknarnefndir eru að störfum. Þetta þýðir að með þingsályktun getur Alþingi tekið úr sambandi afar mikilvæg réttindi sem gerir borgurum og fjölmiðlum kleift að stunda aðhald gagnvart hinu opinbera og sækja rétt sinn. Góðu og slæmu fréttirnar eru þær að hér var ekki um viljaverk að ræða. Góði hluti þeirra er að allir héldu áfram að veita upplýsingar í samræmi við anda upplýsingalaga og persónuverndarlaga og stjórnsýslan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Réttarkerfið er sett upp þannig að í stað þess að allir séu réttlausir er horfið til svokallaðra óskráðra meginreglna en það vekur samt upp lagalega óvissu. Slæmi hluti fréttanna er sá að mistökin komust í gegnum Alþingi og svo virðist vera að enginn hafi minnst á þau opinberlega áður en þau urðu að lögum.Uppgötvaði ekki mistökin Sagan byrjaði þegar forsætisnefnd Alþingis setti fram frumvarp um rannsóknarnefndir desember 2010 og þar hljóðaði þetta svo (þingskjal 426 á 139. löggjafarþingi): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki um störf rannsóknarnefndar. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ (Parturinn með lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjarlægður síðar í ferlinu.) Þar var hugmyndin sú að afgreiðsla beiðna um upplýsingar frá rannsóknarnefndum gætu tafið rannsóknir og jafnvel skaðað rannsóknarhagsmuni. Í febrúarmánuði 2011 kemur allsherjarnefnd Alþingis fram með sitt álit ásamt breytingartillögum. Í umfjöllun um frumvarpið vill nefndin að aðilar mála sem rannsóknarnefndir hafa til skoðunar hafi rétt samkvæmt lögum að biðja um upplýsingarnar eftir að þær hafi lokið störfum. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi breytingartillögu (þingskjal 895 á 139. löggjafarþingi): „Í stað orðanna „um störf rannsóknarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á meðan rannsóknarnefnd er að störfum.“ Raunáhrif tillögunnar voru að í stað þess að takmarka rétt þeirra sem voru undir rannsókn eingöngu, var því breytt þannig að enginn hér á landi hefði þann rétt, og ekki eingöngu gagnvart rannsóknarnefndum. Ekki bætir úr skák að hið breytta frumvarp fór aftur til nefndarinnar og lagði hún til frekari breytingar á þessum sama hluta frumvarpsins án þess að hún hefði uppgötvað mistökin. Í lagatúlkun er almenna reglan sú að lagatextinn er það sem gildir. Greinargerðir frumvarpa og nefndarálit eru eingöngu til skýringar sem þýðir að jafnvel þótt ætlan allsherjarnefndar hafi verið önnur, þá er raunin sú að um tíma voru engin upplýsingalög í gildi, heldur ekki nokkur ákvæði persónuverndarlaga og þar að auki voru langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar. Stundum þarf bara ein mistök í einni línu til þess að skaða rétt okkar með afdrifaríkum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Þann 10. apríl síðastliðinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi þegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna lauk störfum. Næst þegar Alþingi gefur út þingsályktun um að setja á fót rannsóknarnefnd munu þau aftur detta út. Hvernig má það vera? Í lögum um rannsóknarnefndir má finna eftirfarandi ákvæði (1.-2. málsliður 14. gr.): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki á meðan rannsóknarnefnd er að störfum. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ Með þessu ákvæði eru upplýsingalög, greinar 18-21 í persónuverndarlögum og langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar á meðan rannsóknarnefndir eru að störfum. Þetta þýðir að með þingsályktun getur Alþingi tekið úr sambandi afar mikilvæg réttindi sem gerir borgurum og fjölmiðlum kleift að stunda aðhald gagnvart hinu opinbera og sækja rétt sinn. Góðu og slæmu fréttirnar eru þær að hér var ekki um viljaverk að ræða. Góði hluti þeirra er að allir héldu áfram að veita upplýsingar í samræmi við anda upplýsingalaga og persónuverndarlaga og stjórnsýslan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Réttarkerfið er sett upp þannig að í stað þess að allir séu réttlausir er horfið til svokallaðra óskráðra meginreglna en það vekur samt upp lagalega óvissu. Slæmi hluti fréttanna er sá að mistökin komust í gegnum Alþingi og svo virðist vera að enginn hafi minnst á þau opinberlega áður en þau urðu að lögum.Uppgötvaði ekki mistökin Sagan byrjaði þegar forsætisnefnd Alþingis setti fram frumvarp um rannsóknarnefndir desember 2010 og þar hljóðaði þetta svo (þingskjal 426 á 139. löggjafarþingi): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki um störf rannsóknarnefndar. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ (Parturinn með lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjarlægður síðar í ferlinu.) Þar var hugmyndin sú að afgreiðsla beiðna um upplýsingar frá rannsóknarnefndum gætu tafið rannsóknir og jafnvel skaðað rannsóknarhagsmuni. Í febrúarmánuði 2011 kemur allsherjarnefnd Alþingis fram með sitt álit ásamt breytingartillögum. Í umfjöllun um frumvarpið vill nefndin að aðilar mála sem rannsóknarnefndir hafa til skoðunar hafi rétt samkvæmt lögum að biðja um upplýsingarnar eftir að þær hafi lokið störfum. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi breytingartillögu (þingskjal 895 á 139. löggjafarþingi): „Í stað orðanna „um störf rannsóknarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á meðan rannsóknarnefnd er að störfum.“ Raunáhrif tillögunnar voru að í stað þess að takmarka rétt þeirra sem voru undir rannsókn eingöngu, var því breytt þannig að enginn hér á landi hefði þann rétt, og ekki eingöngu gagnvart rannsóknarnefndum. Ekki bætir úr skák að hið breytta frumvarp fór aftur til nefndarinnar og lagði hún til frekari breytingar á þessum sama hluta frumvarpsins án þess að hún hefði uppgötvað mistökin. Í lagatúlkun er almenna reglan sú að lagatextinn er það sem gildir. Greinargerðir frumvarpa og nefndarálit eru eingöngu til skýringar sem þýðir að jafnvel þótt ætlan allsherjarnefndar hafi verið önnur, þá er raunin sú að um tíma voru engin upplýsingalög í gildi, heldur ekki nokkur ákvæði persónuverndarlaga og þar að auki voru langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar. Stundum þarf bara ein mistök í einni línu til þess að skaða rétt okkar með afdrifaríkum hætti.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun