Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 10:00 Fari flugmenn Icelandair í verkfall í fyrramálið verður veruleg röskun á flugi. Fréttablaðið/GVA Árangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair í gær. Sættir virðast ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög þunglega og gengur mjög hægt,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Hann segir allar líkur á að verkfall hefjist á morgun. Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls klukkan sex í fyrramálið takist ekki samningar. Í framhaldinu eru boðuð fimm tímabundin verkföll fram í næsta mánuð auk yfirvinnubanns sem tekur gildi klukkan sex í fyrramálið. Verkfall gæti það raskað áætlunum um 7.000 farþega strax á morgun. Icelandair sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna tjóns sem félagið gæti orðið fyrir vegna aðgerða flugmanna. Tjónið er sagt geta numið allt að 1,7 milljörðum króna. Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. „Það er fylgst vel með þróun mála. Við vonum að samningar takist áður en verkfall skellur á,“ segir Illugi. Komi til lagasetningar þurfi Alþingi ekki langan tíma til að setja lög til að binda endi á aðgerðirnar. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi rætt hugsanlega lagasetningu á yfirvofandi verkfall en segir enga ástæðu til að óttast það. „Við getum ekki verið hræddir við það. Það verður bara að koma í ljós.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Árangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair í gær. Sættir virðast ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög þunglega og gengur mjög hægt,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Hann segir allar líkur á að verkfall hefjist á morgun. Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls klukkan sex í fyrramálið takist ekki samningar. Í framhaldinu eru boðuð fimm tímabundin verkföll fram í næsta mánuð auk yfirvinnubanns sem tekur gildi klukkan sex í fyrramálið. Verkfall gæti það raskað áætlunum um 7.000 farþega strax á morgun. Icelandair sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna tjóns sem félagið gæti orðið fyrir vegna aðgerða flugmanna. Tjónið er sagt geta numið allt að 1,7 milljörðum króna. Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. „Það er fylgst vel með þróun mála. Við vonum að samningar takist áður en verkfall skellur á,“ segir Illugi. Komi til lagasetningar þurfi Alþingi ekki langan tíma til að setja lög til að binda endi á aðgerðirnar. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi rætt hugsanlega lagasetningu á yfirvofandi verkfall en segir enga ástæðu til að óttast það. „Við getum ekki verið hræddir við það. Það verður bara að koma í ljós.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira