Lífshringur fiðrildis og andvökunótt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:00 „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum,“ segir Sara Martí. Vísir/Anton „Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helmingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slumber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Valgeir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leikrit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvarar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefnrannsókna við Rihel Lab í University College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsóknir við Harvard Museum of Comparative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreymingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópurinn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heilanum við drauma og hinn hópurinn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógurlegt magn af alls konar rannsóknarniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntanlega ekki munu ganga út af sýningunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helmingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slumber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Valgeir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leikrit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvarar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefnrannsókna við Rihel Lab í University College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsóknir við Harvard Museum of Comparative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreymingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópurinn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heilanum við drauma og hinn hópurinn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógurlegt magn af alls konar rannsóknarniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntanlega ekki munu ganga út af sýningunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira