Innlent

Segir ekki rétt að laun æðstu yfirmanna hafi hækkað mikið undanfarin ár

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. vísir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir í bréfi til starfsmanna að ekki sé rétt að laun æðstu yfirmanna hafi hækkað mikið undanfarin ár. Grunnlaun stjórnenda hafi ekki hækkað umfram samningsbundnar launahækkanir. Þá segir hann að af 100 launhæstu starfsmönnum fyrirtækisins séu 92 flugmenn.

„Sem forstjóri Icelandair Group óska ég þess formlega fyrir hönd allra hluthafa félagsins að þeir starfsmenn félagsins sem ræða málefni þess opinberlega geri það af heiðarleika og með hag Icelandair Group að leiðarljósi — enda á hagur Icelandair Group og starfsmanna þess að vera samofinn,“ segir í bréfinu.

Yfirstjórn Icelandair og flugmenn greinir á um launahækkanir innan fyrirtækisins og í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna er því haldið fram að laun æðstu yfirmanna hafi hækkað mikið á síðustu árum. Í fréttabréfinu kemur fram að árslaun forstjóra Icelandair Group hafi verið 44,2 milljónir í fyrra og hafi hækkað um 13 prósent frá 2010. Laun forstjóra Icelandair námu 36,7 milljónum og höfðu hækkað um 60,5 prósent á sama tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×