„Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. maí 2014 09:32 Pálmi Haraldsson fjárfestir bar vitni í Aurum-málinu í gær þar sem hann sagðist hafa verið erfiður í samningum. Vísir/Daníel Framburður tveggja vitna frá Dúbaí stangaðist á við aðalmeðferð Aurum-málsins sem var fram haldið í gær. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns í júlí 2008 sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita þeir sök. Tawhid Abdullah, sem var forstjóri félagsins Damas, sagði það hafa verið Aurum sem kom fram með kaupverðið 100 milljónir punda, sem hann hefði á endanum talið of hátt og þeir því ákveðið að viðskiptin gengju ekki eftir. Nikhil Sengupta var starfsmaður á fyrirtækjasviði NBD, National Bank of Dubai, en hann sagðist hafa verið í ríku samstarfi við Damas og hafa bent því á Aurum sem vænlegan fjárfestingarkost. Þannig hefðu viðræður hafist en þegar bankakreppan hófst haustið 2008 hefði þeim verið sjálfhætt vegna aðstæðna. Hann sagði Aurum hafa sett fram hugmynd sína um verðið sem Damas hefði talið eðlilegt verð fyrir félagið.Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/DaníelFleiri gáfu skýrslu í málinu í gær, þar á meðal Pálmi Haraldsson sem sagðist hafa talið viðskiptin með Aurum til hagsbóta fyrir Glitni, hann hefði verið erfiður í samningum við bankann en þarna hefðu einfaldlega átt sér stað hefðbundin viðskipti. Pálmi var hissa á því þegar sérstakur saksóknari spurði hann út í símtal sem hafði verið hlerað milli Pálma og lögmanns hans. „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ spurði Pálmi fyrir dómi í gær. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu einnig skýrslu í gær, en deilt hafði verið um hvort þeir hefðu bein tengsl við málið og mættu þar af leiðandi gefa skýrslu eða ekki.Lárus Welding mætir til leiks í gær.Vísir/DaníelÖllum bar þeim saman um að hafa ekki orðið varir við að Lárus Welding hefði verið beittur þrýstingi af hálfu stærstu hluthafa bankans né heldur að bankinn hefði tekið sérstakt tillit til hagsmuna stærstu hluthafanna í rekstri sínum. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag þegar síðustu vitnin gefa skýrslu. Meðal þeirra sem bera vitni í dag er Bjarni Ármannsson. Þá hefst einnig munnlegur málflutningur þar sem sérstakur saksóknari og verjendur halda ræður sínar. Málflutningurinn mun standa yfir fram á föstudag þegar málið verður dómtekið. Aurum Holding málið Tengdar fréttir „Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Framburður tveggja vitna frá Dúbaí stangaðist á við aðalmeðferð Aurum-málsins sem var fram haldið í gær. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns í júlí 2008 sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita þeir sök. Tawhid Abdullah, sem var forstjóri félagsins Damas, sagði það hafa verið Aurum sem kom fram með kaupverðið 100 milljónir punda, sem hann hefði á endanum talið of hátt og þeir því ákveðið að viðskiptin gengju ekki eftir. Nikhil Sengupta var starfsmaður á fyrirtækjasviði NBD, National Bank of Dubai, en hann sagðist hafa verið í ríku samstarfi við Damas og hafa bent því á Aurum sem vænlegan fjárfestingarkost. Þannig hefðu viðræður hafist en þegar bankakreppan hófst haustið 2008 hefði þeim verið sjálfhætt vegna aðstæðna. Hann sagði Aurum hafa sett fram hugmynd sína um verðið sem Damas hefði talið eðlilegt verð fyrir félagið.Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/DaníelFleiri gáfu skýrslu í málinu í gær, þar á meðal Pálmi Haraldsson sem sagðist hafa talið viðskiptin með Aurum til hagsbóta fyrir Glitni, hann hefði verið erfiður í samningum við bankann en þarna hefðu einfaldlega átt sér stað hefðbundin viðskipti. Pálmi var hissa á því þegar sérstakur saksóknari spurði hann út í símtal sem hafði verið hlerað milli Pálma og lögmanns hans. „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ spurði Pálmi fyrir dómi í gær. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu einnig skýrslu í gær, en deilt hafði verið um hvort þeir hefðu bein tengsl við málið og mættu þar af leiðandi gefa skýrslu eða ekki.Lárus Welding mætir til leiks í gær.Vísir/DaníelÖllum bar þeim saman um að hafa ekki orðið varir við að Lárus Welding hefði verið beittur þrýstingi af hálfu stærstu hluthafa bankans né heldur að bankinn hefði tekið sérstakt tillit til hagsmuna stærstu hluthafanna í rekstri sínum. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag þegar síðustu vitnin gefa skýrslu. Meðal þeirra sem bera vitni í dag er Bjarni Ármannsson. Þá hefst einnig munnlegur málflutningur þar sem sérstakur saksóknari og verjendur halda ræður sínar. Málflutningurinn mun standa yfir fram á föstudag þegar málið verður dómtekið.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir „Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58
Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46
Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08