Óttast slæm langtímaáhrif vegna verkfalls flugmanna Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Aðsókn í Bláa lónið hefur dregist saman um 22 til 25 prósent þá daga sem hafa verið hvað verstir. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur margfeldisáhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það er búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til landsins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það er mun færra fólk að koma en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálfsögðu erum við uggandi yfir framhaldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja fram frumvarp um lög á verkfallið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og óttast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frankfurt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambærilegum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjaradeila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráðstefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu miklir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krónum á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrifin eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað bátsferðir þess á þriðjudaginn. Meðalfjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag. Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta hefur margfeldisáhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það er búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til landsins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það er mun færra fólk að koma en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálfsögðu erum við uggandi yfir framhaldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja fram frumvarp um lög á verkfallið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og óttast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frankfurt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambærilegum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjaradeila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráðstefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu miklir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krónum á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrifin eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað bátsferðir þess á þriðjudaginn. Meðalfjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag.
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira