Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Alþingi samþykkti lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair. 32 þingmenn samþykktu lögin, fjórtán voru á móti og sex sátu hjá. Meirihlutinn sagði að almannahagsmunir krefðust lagasetningar, minnihlutinn lagði ríka áherslu á að samningsrétturinn er varinn í stjórnarskrá og í mannréttindasáttmála Evrópu. Fréttablaðið/Daníel „Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi. Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi.
Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46