Eldri og yngri félagar saman á tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2014 13:00 Allar deildir kórsins syngja saman nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars. Mynd/úr einkasafni Skólakór Varmárskóla var stofnaður árið 1979. Í honum eru oftast 60 til 70 börn og unglingar í þremur aldursskiptum deildum. Nú ætlar hann að halda afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16, þar taka fyrrverandi kórfélagar þátt bæði með einsöng og kórsöng, því margir þeirra hafa lagt fyrir sig söng eftir að þeir hættu í skólakórnum. Guðmundur Ómar Óskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi, eða í 35 ár. „Þetta er dágóður tími,“ segir hann. „Þó ég falli auðvitað alveg í skuggann af Jóni Stefánssyni sem er búinn að stjórna Langholtskórnum í 50 ár!“ Spurður hvort kórinn hafi tekið miklum breytingum í áranna rás svarar Guðmundur Ómar. „Aðal breytingin varð fyrir 18 árum. Þá var gagnfræðadeildin sér og krakkarnir höfðu fram að því tollað illa í kórnum eftir að þeir komu þangað. En 1996 voru áhugasamar stelpur að fara úr yngri deildinni og tókst að smala sextán stelpum í gagnfræðaskólanum saman þannig að til varð unglingadeild kórsins sem hefur verið við lýði síðan. Árið eftir stofnun hennar fórum við í söngferð til Danmerkur og gekk rosalega vel.“ Hann bætir við að kórinn hafi farið í söngferðir bæði innanlands og utan og komi fram að jafnaði 25 til 30 sinnum á ári. Hvernig skyldi svo ganga að halda strákum í kórnum? „Þeir hafa verið fremur latir að taka þátt í starfinu, nema þá í yngstu deildinni. Nokkrir hafa þó sýnt tryggð og einn þeirra syngur með okkur einsöng núna á tónleikunum, Karl Már Lárusson. Um tuttugu aðrir fyrrverandi kórfélagar taka þátt líka og Hrönn Helgadóttir, sem sér um píanóleik á tónleikunum, söng með kórnum á sínum tíma. Þetta verður stór hópur og heilmikið í afmælistónleikana lagt.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Skólakór Varmárskóla var stofnaður árið 1979. Í honum eru oftast 60 til 70 börn og unglingar í þremur aldursskiptum deildum. Nú ætlar hann að halda afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16, þar taka fyrrverandi kórfélagar þátt bæði með einsöng og kórsöng, því margir þeirra hafa lagt fyrir sig söng eftir að þeir hættu í skólakórnum. Guðmundur Ómar Óskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi, eða í 35 ár. „Þetta er dágóður tími,“ segir hann. „Þó ég falli auðvitað alveg í skuggann af Jóni Stefánssyni sem er búinn að stjórna Langholtskórnum í 50 ár!“ Spurður hvort kórinn hafi tekið miklum breytingum í áranna rás svarar Guðmundur Ómar. „Aðal breytingin varð fyrir 18 árum. Þá var gagnfræðadeildin sér og krakkarnir höfðu fram að því tollað illa í kórnum eftir að þeir komu þangað. En 1996 voru áhugasamar stelpur að fara úr yngri deildinni og tókst að smala sextán stelpum í gagnfræðaskólanum saman þannig að til varð unglingadeild kórsins sem hefur verið við lýði síðan. Árið eftir stofnun hennar fórum við í söngferð til Danmerkur og gekk rosalega vel.“ Hann bætir við að kórinn hafi farið í söngferðir bæði innanlands og utan og komi fram að jafnaði 25 til 30 sinnum á ári. Hvernig skyldi svo ganga að halda strákum í kórnum? „Þeir hafa verið fremur latir að taka þátt í starfinu, nema þá í yngstu deildinni. Nokkrir hafa þó sýnt tryggð og einn þeirra syngur með okkur einsöng núna á tónleikunum, Karl Már Lárusson. Um tuttugu aðrir fyrrverandi kórfélagar taka þátt líka og Hrönn Helgadóttir, sem sér um píanóleik á tónleikunum, söng með kórnum á sínum tíma. Þetta verður stór hópur og heilmikið í afmælistónleikana lagt.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira