Er trúlofunartímabilinu lokið og komið að næsta skrefi? Kristinn Þór Jakobsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Sjá meira
Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar