Menning

Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Spor er eitt af verkum Sigurjóns.
Spor er eitt af verkum Sigurjóns. Úr einkasafni
Listasafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara á tveimur stöðum, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.

Fyrri opnunin verður í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg á morgun, föstudaginn, 23. maí. Þar verða lykilverk eftir listamanninn frá árunum 1936 til 1982.



Síðari hluti sýningarinnar verður opnaður daginn eftir, laugardaginn 24. maí, klukkan 14 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Þar verða sýnd valin verk frá námsárum hans í Kaupmannahöfn 1928 til 1935.

Árið 2012 var Listasafn Sigurjóns Ólafssonar gefið Listasafni Íslands og er nú deild innan þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×