Dramatík, drungi, hrollur og kaldhæðni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:30 Hanna Dóra Sturludóttir. "Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk.“ Vísir/GVA Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“ Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira