Sífellt fleiri þurfa fjárhagsaðstoð Brjánn Jónasson skrifar 26. maí 2014 00:01 Samhljómur er í stefnu flokkanna um félagslega aðstoð borgarinnar, þó áherslumunur sé greinilegur. Fréttablaðið/GVA Mun fleiri hafa þurft á fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg að halda á þessu kjörtímabili en áður hefur þekkst. Ástæðan er einkum að þeir sem eru atvinnulausir lengur en þrjú ár missa rétt til atvinnuleysisbóta, en eiga þá möguleika á að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er í dag allt að 164 þúsund krónur á mánuði til einstaklings, og 245 þúsund til hjóna eða fólks í sambúð. Fullar atvinnuleysisbætur eru nokkuð hærri, um 178 þúsund krónur á mánuði til einstaklings. Upphæðirnar eru talsvert lægri en dæmigert neysluviðmið fyrir útgjöld einstaklings, eins og það birtist á vef velferðarráðuneytisins. Það er um 235 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur samhljómur er í stefnu Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir vilja allir að lögum verði breytt svo hægt sé að setja einhver skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð, til dæmis að sá sem hana þiggur verði að taka vinnu við hæfi bjóðist hún, eða sitja námskeið. Vinstri græn eru alfarið á móti slíkri skilyrðingu, og leggja áherslu á að hækka fjárhagsaðstoðina. Píratar hafa einnig áhuga á að hækka fjárhagsaðstoðina, sem nær í dag ekki opinberum framfærsluviðmiðum.Þarf að virkja sem flestaSjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er ekki með það á stefnuskránni að lækka fjárhagsaðstoðina. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segir að gera þurfi meira til að virkja fólk til þátttöku og koma því úr þeirri stöðu að þurfa á þessari neyðaraðstoð frá sveitarfélaginu að halda. „Það þarf að virkja sem flesta til þátttöku á atvinnumarkaði. Við viljum gera meiri kröfur til þessara einstaklinga,“ segir Halldór. Hann hefur talað fyrir því að reglum verði breytt svo skilyrða megi aðstoðina að einhverju leyti. Til dæmis þannig að einstaklingur sem þiggur fjárhagsaðstoð verði að taka vinnu við hæfi bjóðist hún, hann þurfi að sækja námskeið og annað í þeim dúr. Þá megi hugsa sér að komið verði til móts við fólk sem er að reyna að koma sér út á vinnumarkaðinn aftur, til dæmis með afslætti af leikskólagjöldum og aðstoð við samgöngur.Skýr vilji til að hækkaFjárhagsaðstoðin í Reykjavík er ekki nægilega há, enda nær hún ekki opinberum framfærsluviðmiðum, segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Það er ekki stefna Pírata, en það er skýr vilji til að hækka þessa aðstoð eins og hægt er,“ segir Halldór. Hann segir kjarnann í stefnu Pírata að efla fólk til virkni í samfélaginu. Gæta verði að því að ekki séu settir merkimiðar á fólk, og að það festist hvorki í fordóma- né fátæktargildrum. Þótt aukinn fjöldi hafi þurft á fjárhagsaðstoð borgarinnar hefur tekist að koma í veg fyrir verstu sviðsmyndirnar, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það var gert með því að setja mikinn kraft í samstarf við Vinnumálastofnun og með því að gera gangskör að því að koma þeim sem geta unnið í vinnu. Því þurfi að halda áfram.Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð„Við stofnuðum nýja atvinnumáladeild sem hefur það verkefni að koma þeim sem eru í fjárhagsaðstoð í virkni,“ segir Dagur. Sveitarfélög hafa ekki heimild til að skilyrða fjárhagsaðstoðina, en Dagur segir Samfylkinguna vilja að lögum verði breytt til að slík heimild fáist. „Okkur finnst ekki eðlilegt að námsmaður geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu,“ segir Dagur. Hann tekur þó fram að sá hópur sem fái fjárhagsaðstoð frá borginni sé mjög fjölbreyttur og ekki geti allir í þeim hópi unnið. Samfylkingin leggur áherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu. Dagur segir sérstaka áherslu lagða á að laða til borgarinnar ferðamenn sem versli og noti þjónustu í Reykjavík og skilji þar af leiðandi mikið eftir í borginni. Þá segir hann mikla áherslu lagða á skapandi greinar. Þarf hærri fjárhagsaðstoðÞað er mikilvægt að hækka fjárhagsaðstoð þannig að hægt sé að lifa af aðstoðinni, segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Flokkurinn er einnig með það á stefnuskrá sinni að hækka húsaleigubætur þannig að leigumarkaðurinn verði raunhæfur kostur. „Við erum algerlega andvíg því að skilyrða fjárhagsaðstoðina,“ segir Sóley. Hún segir mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði til að auka virkni þeirra sem þiggja aðstoð, en hafnar því algerlega að skilyrða aðstoðina. „Þetta er síðasta úrræðið fyrir fólk, ef við höfnum einhverjum um þessa aðstoð erum við þar með hætt að vera velferðarsamfélag,“ segir Sóley. Vinstri græn vilja byggja á fjölbreyttu atvinnulífi með áherslu á ferðaþjónustu, sjávarútveg, rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar. Sóley bendir á að borgin sé einn stærsti vinnustaður landsins og leggja verði áherslu á atvinnumál ungs fólks með fjölbreyttum sumarstörfum og virkniverkefnum.Allir sem geta unnið fái vinnuBjört framtíð vill áframhaldandi áherslu á átaksverkefni borgarinnar með Vinnumálastofnun, sem hafa gert það að verkum að fjöldi fólks hefur sloppið við að festast í varanlegu atvinnuleysi, segir Sigurður Björn Blöndal, oddviti flokksins í Reykjavík. „Við viljum að öllum sem geta unnið en eru á fjárhagsaðstoð verði boðin vinna eða virkniúrræði,“ segir Björn. „Sumir kalla það skilyrðingu, en við erum með þessu að reyna að hjálpa fólki til virkni. Fjárhagsaðstoðin er mikilvægt neyðarúrræði, en ekki eitthvað sem fólk ætti að þurfa í langan tíma.“ Hann segir að meta þurfi stöðu þeirra sem fá fjárhagsaðstoð reglulega með tilliti til þess hvort þeir eru vinnufærir eða ekki. Augljóst sé að fólk sem er í mikilli neyslu geti verið óvinnufært, og ekki hægt að þvinga það í úrræði gegn þess vilja.Þarf að endurskoða reglurnar„Það er mikilvægt að endurskoða reglur borgarinnar um velferðarmál,“ segir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Framboðið hefur ekki mótað sér stefnu í þessum málaflokki. Hún nefnir sem dæmi að námsmaður sem er á vanskilaskrá geti ekki fengið framfærslulán hjá banka meðan hann bíður eftir námslánum, og eðlilegt að borgin láni fyrir framfærslu í slíkum tilvikum. Sveinbjörg segir að samræma ætti atvinnumál fatlaðra og ófatlaðra. Borgin sjái í dag um atvinnumál fatlaðra, en ríkið sé með ófatlaða. Hún hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort færa ætti málaflokkinn allan til ríkisins eða sveitarfélaganna en skoða verði það mál út frá heildarhagmunum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Mun fleiri hafa þurft á fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg að halda á þessu kjörtímabili en áður hefur þekkst. Ástæðan er einkum að þeir sem eru atvinnulausir lengur en þrjú ár missa rétt til atvinnuleysisbóta, en eiga þá möguleika á að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er í dag allt að 164 þúsund krónur á mánuði til einstaklings, og 245 þúsund til hjóna eða fólks í sambúð. Fullar atvinnuleysisbætur eru nokkuð hærri, um 178 þúsund krónur á mánuði til einstaklings. Upphæðirnar eru talsvert lægri en dæmigert neysluviðmið fyrir útgjöld einstaklings, eins og það birtist á vef velferðarráðuneytisins. Það er um 235 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur samhljómur er í stefnu Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir vilja allir að lögum verði breytt svo hægt sé að setja einhver skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð, til dæmis að sá sem hana þiggur verði að taka vinnu við hæfi bjóðist hún, eða sitja námskeið. Vinstri græn eru alfarið á móti slíkri skilyrðingu, og leggja áherslu á að hækka fjárhagsaðstoðina. Píratar hafa einnig áhuga á að hækka fjárhagsaðstoðina, sem nær í dag ekki opinberum framfærsluviðmiðum.Þarf að virkja sem flestaSjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er ekki með það á stefnuskránni að lækka fjárhagsaðstoðina. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segir að gera þurfi meira til að virkja fólk til þátttöku og koma því úr þeirri stöðu að þurfa á þessari neyðaraðstoð frá sveitarfélaginu að halda. „Það þarf að virkja sem flesta til þátttöku á atvinnumarkaði. Við viljum gera meiri kröfur til þessara einstaklinga,“ segir Halldór. Hann hefur talað fyrir því að reglum verði breytt svo skilyrða megi aðstoðina að einhverju leyti. Til dæmis þannig að einstaklingur sem þiggur fjárhagsaðstoð verði að taka vinnu við hæfi bjóðist hún, hann þurfi að sækja námskeið og annað í þeim dúr. Þá megi hugsa sér að komið verði til móts við fólk sem er að reyna að koma sér út á vinnumarkaðinn aftur, til dæmis með afslætti af leikskólagjöldum og aðstoð við samgöngur.Skýr vilji til að hækkaFjárhagsaðstoðin í Reykjavík er ekki nægilega há, enda nær hún ekki opinberum framfærsluviðmiðum, segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Það er ekki stefna Pírata, en það er skýr vilji til að hækka þessa aðstoð eins og hægt er,“ segir Halldór. Hann segir kjarnann í stefnu Pírata að efla fólk til virkni í samfélaginu. Gæta verði að því að ekki séu settir merkimiðar á fólk, og að það festist hvorki í fordóma- né fátæktargildrum. Þótt aukinn fjöldi hafi þurft á fjárhagsaðstoð borgarinnar hefur tekist að koma í veg fyrir verstu sviðsmyndirnar, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það var gert með því að setja mikinn kraft í samstarf við Vinnumálastofnun og með því að gera gangskör að því að koma þeim sem geta unnið í vinnu. Því þurfi að halda áfram.Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð„Við stofnuðum nýja atvinnumáladeild sem hefur það verkefni að koma þeim sem eru í fjárhagsaðstoð í virkni,“ segir Dagur. Sveitarfélög hafa ekki heimild til að skilyrða fjárhagsaðstoðina, en Dagur segir Samfylkinguna vilja að lögum verði breytt til að slík heimild fáist. „Okkur finnst ekki eðlilegt að námsmaður geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu,“ segir Dagur. Hann tekur þó fram að sá hópur sem fái fjárhagsaðstoð frá borginni sé mjög fjölbreyttur og ekki geti allir í þeim hópi unnið. Samfylkingin leggur áherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu. Dagur segir sérstaka áherslu lagða á að laða til borgarinnar ferðamenn sem versli og noti þjónustu í Reykjavík og skilji þar af leiðandi mikið eftir í borginni. Þá segir hann mikla áherslu lagða á skapandi greinar. Þarf hærri fjárhagsaðstoðÞað er mikilvægt að hækka fjárhagsaðstoð þannig að hægt sé að lifa af aðstoðinni, segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Flokkurinn er einnig með það á stefnuskrá sinni að hækka húsaleigubætur þannig að leigumarkaðurinn verði raunhæfur kostur. „Við erum algerlega andvíg því að skilyrða fjárhagsaðstoðina,“ segir Sóley. Hún segir mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði til að auka virkni þeirra sem þiggja aðstoð, en hafnar því algerlega að skilyrða aðstoðina. „Þetta er síðasta úrræðið fyrir fólk, ef við höfnum einhverjum um þessa aðstoð erum við þar með hætt að vera velferðarsamfélag,“ segir Sóley. Vinstri græn vilja byggja á fjölbreyttu atvinnulífi með áherslu á ferðaþjónustu, sjávarútveg, rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar. Sóley bendir á að borgin sé einn stærsti vinnustaður landsins og leggja verði áherslu á atvinnumál ungs fólks með fjölbreyttum sumarstörfum og virkniverkefnum.Allir sem geta unnið fái vinnuBjört framtíð vill áframhaldandi áherslu á átaksverkefni borgarinnar með Vinnumálastofnun, sem hafa gert það að verkum að fjöldi fólks hefur sloppið við að festast í varanlegu atvinnuleysi, segir Sigurður Björn Blöndal, oddviti flokksins í Reykjavík. „Við viljum að öllum sem geta unnið en eru á fjárhagsaðstoð verði boðin vinna eða virkniúrræði,“ segir Björn. „Sumir kalla það skilyrðingu, en við erum með þessu að reyna að hjálpa fólki til virkni. Fjárhagsaðstoðin er mikilvægt neyðarúrræði, en ekki eitthvað sem fólk ætti að þurfa í langan tíma.“ Hann segir að meta þurfi stöðu þeirra sem fá fjárhagsaðstoð reglulega með tilliti til þess hvort þeir eru vinnufærir eða ekki. Augljóst sé að fólk sem er í mikilli neyslu geti verið óvinnufært, og ekki hægt að þvinga það í úrræði gegn þess vilja.Þarf að endurskoða reglurnar„Það er mikilvægt að endurskoða reglur borgarinnar um velferðarmál,“ segir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Framboðið hefur ekki mótað sér stefnu í þessum málaflokki. Hún nefnir sem dæmi að námsmaður sem er á vanskilaskrá geti ekki fengið framfærslulán hjá banka meðan hann bíður eftir námslánum, og eðlilegt að borgin láni fyrir framfærslu í slíkum tilvikum. Sveinbjörg segir að samræma ætti atvinnumál fatlaðra og ófatlaðra. Borgin sjái í dag um atvinnumál fatlaðra, en ríkið sé með ófatlaða. Hún hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort færa ætti málaflokkinn allan til ríkisins eða sveitarfélaganna en skoða verði það mál út frá heildarhagmunum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira