Neyðarakstur og þrenging gatna Björn Gíslason skrifar 28. maí 2014 08:45 Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta. Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Björn Gíslason Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta. Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun