Var farin að leysa af í messum fjórtán ára Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. janúar 2014 10:00 Lára Bryndís lét ekki sjúkdóm í höndum stöðva sig í því að láta draum sinn rætast. MYND/Óskar Alexander Kristinsson „Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira