Tíska og hönnun

Rihanna tískufyrirmynd ársins

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Smekklegar stjörnur á dregilnum.
Smekklegar stjörnur á dregilnum. Vísir/Getty
Hin árlegu bandarísku fatahönnunarverðlaun, CFDA, voru veitt á mánudagskvöldið í Alice Tully Hall í Lincoln Center í New York.

Fatavalið var í takt við tilefnið þar sem stjörnurnar gengu rauða dregilinn. Tvíburasysturnar smekklegu

Mary-Kate og Ashley Olsen fengu verðlaun fyrir fylgihlutamerki ársins fyrir merki sitt The Row og Rihanna var valin tískufyrirmynd ársins. Hún gerði sér lítið fyrir og klæddist demantakjól sem skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. 

Blake Lively í stuttum kjól frá Michael Kors.
Keri Russell í kjól frá Rosie Assoulin.
Coco Rocha í Christian Siriano.
Leikkonan Lupita Nyongo í umdeildum klæðnaði frá Suno.
Rihanna í kjól frá Adam Selman sem vakti heldur betur athygli.
Rachel Zoe í kjól sem hún hannaði sjálf.
Ashley og Mary-Kate Olsen í eigin hönnun.
Solange Knowles í einföldum en fallegum kjól frá Calvin Klein.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×