Almenningur forðar sér frá Mosul Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2014 07:00 Íbúar borgarinnar hafa margir hverjir haft sig á brott eftir atburði gærdagsins. Vísir/AP Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira