Opnar sýningu um afa sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2014 10:30 Þorgerður Þórhallsdóttir "Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt.“ Vísir/GVA Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira