Írak virðist vera að liðast í sundur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2014 00:01 Herinn skildi dótið sitt eftir Búnaður frá íraska hernum við eftirlitsstöð skammt frá borginni Mosúl, sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í vikunni.nordicphotos/AFP Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Sjá meira
Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Sjá meira