Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall Freyr Bjarnason og Snærós Sindradóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Samninganefnd flugvirkja, með formanninn Maríus Sigurjónsson hægra megin, við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið/GVA „Það er að minnsta kosti enginn gangur,“ sagði Maríus Sigurjónsson, varaformaður Flugvirkjafélags Íslands, á níunda tímanum í gærkvöldi en þá sátu samninganefnd flugvirkja og fulltrúar Icelandair enn á fundi hjá Ríkissáttasemjara. Bein afskipti stjórnvalda gætu komið í veg fyrir ótímabundið verkfall flugvirkja sem er fyrirhugað á fimmtudaginn. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara í því skyni að setja lög á verkfallið. Fari svo að samningar takist ekki hjá Ríkissáttasemjara yrði hún því að kalla þingið saman í dag til að koma í veg fyrir að flugvirkjar geti lagt niður störf á fimmtudag.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Förum bara í gegn um daginn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að ekki væri búið að ákveða að fella niður flug fari svo að verkfallið hefjist á fimmtudag. „Við erum í þessum gír að fara bara í gegnum daginn,“ sagði hann. Sólarhringsverkfall flugvirkja hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði áhrif á um tólf þúsund farþega Icelandair en alls var sextíu og fimm flugferðum aflýst með tilheyrandi óþægindum.Ferðaþjónustan uggandi Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Reykjavík í gær. Í ályktun samtakanna kom fram að þau harmi þá stöðu sem ferðaþjónustan hafi ítrekað verið sett í vegna verkfallsaðgerða og stöðvunar á flugi hjá stærsta flugfélagi landsins. Áhrif þessara aðgerða komi fram um allt land og hafi skaðað atvinnugreinina. Skoraði fundurinn á viðsemjendur að ná sáttum svo eðlilegt ástand skapist sem fyrst hjá þessari mikilvægustu atvinnugrein landsins. „Afþreyingaraðilar úti um allt land finna verulega fyrir þessu,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður samtakanna, aðspurður.Ásbjörn Björgvinsson.Hrís hugur við ótímabundnu verkfalli „Okkur hrýs hugur við því ef það verður ótímabundið verkfall sem gæti tekið einhverja daga eða vikur að leysa. Þá hleypur skaðinn á milljörðum. Þessi atvinnugrein er að velta gríðarlegum upphæðum. Menn verða að taka tillit til þess hver hliðaráhrifin af svona aðgerðum verða um allt land,“ segir Ásbjörn og vill aðkomu stjórnvalda að deilunni. „Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld komi að þessu og leysi ef þetta verður komið í hnút. Þetta eru almannahagsmunir og á þeim grundvelli verður að grípa inn í þegar svona er. Auðvitað vonumst við til að menn beri gæfu til að ná lendingu í þessum málum en þessi litli hópur getur sett þetta algerlega á hliðina hjá okkur.“ Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
„Það er að minnsta kosti enginn gangur,“ sagði Maríus Sigurjónsson, varaformaður Flugvirkjafélags Íslands, á níunda tímanum í gærkvöldi en þá sátu samninganefnd flugvirkja og fulltrúar Icelandair enn á fundi hjá Ríkissáttasemjara. Bein afskipti stjórnvalda gætu komið í veg fyrir ótímabundið verkfall flugvirkja sem er fyrirhugað á fimmtudaginn. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara í því skyni að setja lög á verkfallið. Fari svo að samningar takist ekki hjá Ríkissáttasemjara yrði hún því að kalla þingið saman í dag til að koma í veg fyrir að flugvirkjar geti lagt niður störf á fimmtudag.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Förum bara í gegn um daginn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að ekki væri búið að ákveða að fella niður flug fari svo að verkfallið hefjist á fimmtudag. „Við erum í þessum gír að fara bara í gegnum daginn,“ sagði hann. Sólarhringsverkfall flugvirkja hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði áhrif á um tólf þúsund farþega Icelandair en alls var sextíu og fimm flugferðum aflýst með tilheyrandi óþægindum.Ferðaþjónustan uggandi Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Reykjavík í gær. Í ályktun samtakanna kom fram að þau harmi þá stöðu sem ferðaþjónustan hafi ítrekað verið sett í vegna verkfallsaðgerða og stöðvunar á flugi hjá stærsta flugfélagi landsins. Áhrif þessara aðgerða komi fram um allt land og hafi skaðað atvinnugreinina. Skoraði fundurinn á viðsemjendur að ná sáttum svo eðlilegt ástand skapist sem fyrst hjá þessari mikilvægustu atvinnugrein landsins. „Afþreyingaraðilar úti um allt land finna verulega fyrir þessu,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður samtakanna, aðspurður.Ásbjörn Björgvinsson.Hrís hugur við ótímabundnu verkfalli „Okkur hrýs hugur við því ef það verður ótímabundið verkfall sem gæti tekið einhverja daga eða vikur að leysa. Þá hleypur skaðinn á milljörðum. Þessi atvinnugrein er að velta gríðarlegum upphæðum. Menn verða að taka tillit til þess hver hliðaráhrifin af svona aðgerðum verða um allt land,“ segir Ásbjörn og vill aðkomu stjórnvalda að deilunni. „Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld komi að þessu og leysi ef þetta verður komið í hnút. Þetta eru almannahagsmunir og á þeim grundvelli verður að grípa inn í þegar svona er. Auðvitað vonumst við til að menn beri gæfu til að ná lendingu í þessum málum en þessi litli hópur getur sett þetta algerlega á hliðina hjá okkur.“
Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira