Menning

Búa til skúlptúra í anda Ásmundar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Valin verk utan og innan dyra verða skoðuð í listsmiðjunni og spjallað um tilurð þeirra og efni.
Valin verk utan og innan dyra verða skoðuð í listsmiðjunni og spjallað um tilurð þeirra og efni.
„Við byrjum á að skoða sýninguna Meistarahendur með börnunum og eftir það fá þau frjálsar hendur til að vinna þrívíð verk. Það kemur örugglega eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Ásdís Spanó myndlistarmaður.

Hún og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt leiða listsmiðju sem Listasafn Reykjavíkur í Ásmundarsafni stendur fyrir nú á föstudag og laugardag fyrir börn á aldrinum sex til níu ára.

Börnin munu kynnast verkum og byggingu Ásmundar Sveinssonar ásamt því að fá tækifæri til þess að spreyta sig á eigin listsköpun, innblásinni af verkum hans.

En úr hverju eiga þau að vinna?

„Þau fá efnivið eins og leir, pappír, pappa og vír og ættu að geta búið til skúlptúra í anda Ásmundar,“ segir Ásdís glaðlega.

Listsmiðjan er dagsnámskeið og fer fram frá klukkan 10 til 13 báða dagana. Það er í boði Listasafns Reykjavíkur og er foreldrum að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×