Erlent

Bandaríkin skora á al Maliki

Guðsteinn Bjarnason skrifar
John Kerry ásamt Núrí al Maliki.fréttablaðið/AP
John Kerry ásamt Núrí al Maliki.fréttablaðið/AP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Íraks í gær til þess að þrýsta á Núrí al Maliki forsætisráðherra, sem er sjía-múslimi, um að taka meira tillit til hagsmuna súnnía og kúrda.

Bandarískir ráðamenn hafa hvatt til þess að mynduð verði ný stjórn í Írak, þar sem hagsmunum allra þjóðernishópa verði gert jafnhátt undir höfði.

Öfgamenn úr röðum súnní-múslima hafa á skömmum tíma náð völdum í stórum hluta landsins. Óvæntur árangur þeirra hefur verið skrifaður meðal annars á reikning stjórnarhátta al Malikis, sem gagnrýndur hefur verið fyrir að draga taum sjía-múslima umfram annarra.

Í síðustu viku tók Ali al Sistani, andlegur leiðtogi sjía í Írak, í sama streng og Bandaríkjamenn og skoraði á al Maliki að vinna með öðrum þjóðernishópum.

Al Maliki hefur enn ekki komið saman nýrri ríkisstjórn, en þingkosningar voru haldnar í landinu í apríl. Óvíst er hvort honum tekst það, þar sem gagnrýni á hann kemur ekki lengur aðeins frá súnníum og kúrdum heldur er hún tekin að berast einnig innan úr röðum sjía-múslima.


Tengdar fréttir

Þrýst á al Maliki forsætisráðherra

Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikninginn.

Komið að vendipunkti í Írak

Arabalönd ættu ekki að veita súnnímúslimum fjárstuðning í átökum sem eru að breytast í landamærastríð milli Írak og Sýrlands, að sögn Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Olíuhreinsistöðin í Bají á valdi Isis

Uppreisnarmenn súnníta í Írak undir forystu Isis samtakanna segjast hafa náð fullri stjórn á olíuhreinsistöðinni í Bají, norður af höfuðborginni Bagdad.

Ísis sækir í sig veðrið í Írak

Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×