Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2014 09:12 Fréttablaðið/Daníel Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira