James leyfði sér að dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 07:45 James Rodriguez er nú þegar búinn að skora jafn mörg mörk (fimm) og markahæstu menn HM 2010 gerðu í allri þeirri keppni. fréttablaðið/getty „Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“ HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
„Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01
James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59