Hassið horfið eftir hrun Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Talsmaður RVK Homegrown segir það engin áhrif hafa á markaðinn þegar stórum verksmiðjum er lokað. Fréttablaðið/Daníel Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira