Átti ekki að spara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. júlí 2014 06:00 Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun