Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 10:00 Maradona komst ekkert áfram í úrslitaleiknum 1990. Hvað gerir Messi gegn Þjóðverjum á morgun? fréttablaðið/getty Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00