Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 10:00 Maradona komst ekkert áfram í úrslitaleiknum 1990. Hvað gerir Messi gegn Þjóðverjum á morgun? fréttablaðið/getty Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00