Menning

Safnar fyrir Djáknanum á Myrká

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Sandra ætlar ekki að láta staðar numið við Djáknann á Myrká. Næst ætlar hún að teikna Búkollu.
Sandra ætlar ekki að láta staðar numið við Djáknann á Myrká. Næst ætlar hún að teikna Búkollu.
„Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com.

Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert.

Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna.

Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“



Úr sögunni um Djáknann á Myrká.
Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel.

„Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. 

Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.