Spjótin beinast nú að Rússlandi Óli Kristján Ármannsson (auk HMP, SKÓ og AÍ og BÁ) skrifa 19. júlí 2014 07:00 Hryllingur á sólblómaakri. Kona gengur fram hjá líki vöfðu í plast nærri staðnum þar sem Boeing 777 farþegaþota Malaysia-flugfélagsins kom niður nærri þorpinu Rozsypne í austurhluta Úkraínu í gær. Fréttablaðið/AP Vaxandi þrýstingur er á Rússa að liðka fyrir friði í Úkraínu eftir að aðskilnaðarsinnar þar skutu niður Boeing 777 farþegaþotu Malaysia Airlines á fimmtudag. Á blaðamannafundi vegna atburðanna, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum síðdegis í gær, áréttaði hann nauðsyn þess að koma á vopnahléi í landinu. Hann sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta mest vald hafa á þróun átakanna í Úkraínu. „Ég verð á næstu stundum og dögum í sambandi við leiðtoga heims um hvernig best sé að bregðast við þessum harmleik,“ sagði Obama. „Við ætlum að sjá til þess að sannleikurinn komi fram.“ Um leið kom fram í máli forsetan að auknar vísbendingar væru um að eldflaugaárásin á þotuna hefði komið frá svæði undir stjórn aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu. Aðskilnaðarsinna sem notið hefðu stuðnings Rússa. „Og Rússland hefur neitað að taka þau skref sem nauðsynleg eru til þess að friður og öryggi komist á ný á í Úkraínu,“ sagði Obama sem kvaðst hafa rætt við Pútín Rússlandsforseta deginum áður og meðal annars rætt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi á meðan ekki yrðu tekin raunhæf skref til að koma á friði. Barack ObamaÖryggisráðið fundaði Á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær vógu sendiherrar Bretlands og Bandaríkjanna líka hart að Rússum og sökuðu þá um að kynda undir átökum í Úkraínu. Líkt og Bandaríkjaforseti í ræðu sinni fóru sendiherrarnir yfir hvernig aðskilnaðarsinnum hefði tekist að skjóta niður flugvélar frá úkraínska hernum á síðustu dögum. „Rússland getur endað þetta stríð. Rússland verður að binda enda á þetta stríð,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna, á fundi öryggisráðsins. Hún sagði líka að Bandaríkin hefðu ekki vitneskju um að Úkraínuher hefði búnað á svæðinu, sem hægt væri að nota til að skjóta niður flugvélina. Hún sagði jafnframt ólíklegt að aðskilnaðarsinnar hefðu getað beitt slíku tæki án tæknilegrar hjálpar frá Rússum. Mark Lyall, sendiherra Bretlands, sagði að öryggisráðið yrði að gera meira en að gefa út tilkynningu. Krefjast þyrfti þess að vopn yrðu lögð niður.Vladimír PútínFyrr í gær hvatti Vladimír Pútín Rússlandsforseti jafnt úkraínska stjórnarherinn sem aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ sagði hann og kvaðst hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði að rússnesk stjórnvöld yrðu að leggja sitt af mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Kvað hún vopnahlé nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka árásina á vél Malaysia Airlines.Angela MerkelHörmung í hollenskri flugsögu Þá sagði Maerk Rutte, forsætisráðherra Hollands, í gær að árásin á farþegaþotuna væri mesta hörmung flugsögunnar sem dunið hefði yfir hollensku þjóðina. Flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Hann sagði hollensk stjórnvöld krefjast nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi verknað væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Enn hefur þó enginn gengist við því að hafa skotið á malasísku þotuna. Arseníj Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í gærmorgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Hann hvatti ríkisstjórnir allra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í „að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm“. Um væri að ræða glæp gegn mannkyninu og með honum hefði verið „farið yfir öll strik“. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu.Hljóðupptökur vekja grun Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. Ekki hefur þó verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessara manna.Sakaðir um að hindra rannsókn Um þrjátíu sérfræðingar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hófu rannsókn á braki vélarinnar í gærkvöldi. Talsmaður stofnunarinnar segir að fyrsti hópurinn sem mætti á staðinn hafi mætt fjandskap af hálfu vopnaðra aðskilnaðarsinna sem ráða ríkjum á svæðinu. Michael Bociurkiw, talsmaður rannsóknarliða ÖSE, sagði við CNN að þeim hefði verið meinaður aðgangur að stórum hluta svæðisins í kringum brakið. „Við munum snúa aftur á morgun og dagana eftir það,“ segir hann í viðtali við The Guardian. Nauðsynlegt sé að hraða rannsókninni. Fréttaskýringar MH17 Tengdar fréttir Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Flugvél Malaysaian hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu kl. 14.15 í dag. Fullvíst talið að hún hafi verið skotinn niður með eldflaug. 17. júlí 2014 19:43 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Alþjóðlegu eftirlitsteymi haldið frá vettvangi Óttast er að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu reyni nú að eyða sönnunargögnum um að þeir hafi grandað flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi í dag að fram skuli fara óháð alþjóðleg rannsókn á því hvað olli því að flugvél Malaysia Airlines fórst. 18. júlí 2014 20:20 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga 189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega. 18. júlí 2014 14:24 Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30 Dramatískar myndir: 298 fórust í Úkraínu Fjórum mánuðum eftir hvarf malasískrar vélar yfir Indlandshafi fórst Boeing 777 vél Malaysia Airlines í Úkraínu síðdegis í gær. Allir 298 innanborðs, 283 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir, fórust. 18. júlí 2014 19:44 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. 18. júlí 2014 13:50 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Barack Obama segir flugskeytið hafa komið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóti stuðnings Rússa í Úkraínu. 18. júlí 2014 18:46 Biden segir vélina hafa verið skotna niður oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti. 17. júlí 2014 22:55 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Engar vísbendingar um Íslendinga um borð Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að ekkert bendi til þess að Íslendingur hafi verið um um borð í vél Malaysia Airlines sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 09:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er á Rússa að liðka fyrir friði í Úkraínu eftir að aðskilnaðarsinnar þar skutu niður Boeing 777 farþegaþotu Malaysia Airlines á fimmtudag. Á blaðamannafundi vegna atburðanna, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum síðdegis í gær, áréttaði hann nauðsyn þess að koma á vopnahléi í landinu. Hann sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta mest vald hafa á þróun átakanna í Úkraínu. „Ég verð á næstu stundum og dögum í sambandi við leiðtoga heims um hvernig best sé að bregðast við þessum harmleik,“ sagði Obama. „Við ætlum að sjá til þess að sannleikurinn komi fram.“ Um leið kom fram í máli forsetan að auknar vísbendingar væru um að eldflaugaárásin á þotuna hefði komið frá svæði undir stjórn aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu. Aðskilnaðarsinna sem notið hefðu stuðnings Rússa. „Og Rússland hefur neitað að taka þau skref sem nauðsynleg eru til þess að friður og öryggi komist á ný á í Úkraínu,“ sagði Obama sem kvaðst hafa rætt við Pútín Rússlandsforseta deginum áður og meðal annars rætt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi á meðan ekki yrðu tekin raunhæf skref til að koma á friði. Barack ObamaÖryggisráðið fundaði Á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær vógu sendiherrar Bretlands og Bandaríkjanna líka hart að Rússum og sökuðu þá um að kynda undir átökum í Úkraínu. Líkt og Bandaríkjaforseti í ræðu sinni fóru sendiherrarnir yfir hvernig aðskilnaðarsinnum hefði tekist að skjóta niður flugvélar frá úkraínska hernum á síðustu dögum. „Rússland getur endað þetta stríð. Rússland verður að binda enda á þetta stríð,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna, á fundi öryggisráðsins. Hún sagði líka að Bandaríkin hefðu ekki vitneskju um að Úkraínuher hefði búnað á svæðinu, sem hægt væri að nota til að skjóta niður flugvélina. Hún sagði jafnframt ólíklegt að aðskilnaðarsinnar hefðu getað beitt slíku tæki án tæknilegrar hjálpar frá Rússum. Mark Lyall, sendiherra Bretlands, sagði að öryggisráðið yrði að gera meira en að gefa út tilkynningu. Krefjast þyrfti þess að vopn yrðu lögð niður.Vladimír PútínFyrr í gær hvatti Vladimír Pútín Rússlandsforseti jafnt úkraínska stjórnarherinn sem aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ sagði hann og kvaðst hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði að rússnesk stjórnvöld yrðu að leggja sitt af mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Kvað hún vopnahlé nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka árásina á vél Malaysia Airlines.Angela MerkelHörmung í hollenskri flugsögu Þá sagði Maerk Rutte, forsætisráðherra Hollands, í gær að árásin á farþegaþotuna væri mesta hörmung flugsögunnar sem dunið hefði yfir hollensku þjóðina. Flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Hann sagði hollensk stjórnvöld krefjast nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi verknað væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Enn hefur þó enginn gengist við því að hafa skotið á malasísku þotuna. Arseníj Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í gærmorgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Hann hvatti ríkisstjórnir allra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í „að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm“. Um væri að ræða glæp gegn mannkyninu og með honum hefði verið „farið yfir öll strik“. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu.Hljóðupptökur vekja grun Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. Ekki hefur þó verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessara manna.Sakaðir um að hindra rannsókn Um þrjátíu sérfræðingar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hófu rannsókn á braki vélarinnar í gærkvöldi. Talsmaður stofnunarinnar segir að fyrsti hópurinn sem mætti á staðinn hafi mætt fjandskap af hálfu vopnaðra aðskilnaðarsinna sem ráða ríkjum á svæðinu. Michael Bociurkiw, talsmaður rannsóknarliða ÖSE, sagði við CNN að þeim hefði verið meinaður aðgangur að stórum hluta svæðisins í kringum brakið. „Við munum snúa aftur á morgun og dagana eftir það,“ segir hann í viðtali við The Guardian. Nauðsynlegt sé að hraða rannsókninni.
Fréttaskýringar MH17 Tengdar fréttir Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Flugvél Malaysaian hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu kl. 14.15 í dag. Fullvíst talið að hún hafi verið skotinn niður með eldflaug. 17. júlí 2014 19:43 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Alþjóðlegu eftirlitsteymi haldið frá vettvangi Óttast er að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu reyni nú að eyða sönnunargögnum um að þeir hafi grandað flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi í dag að fram skuli fara óháð alþjóðleg rannsókn á því hvað olli því að flugvél Malaysia Airlines fórst. 18. júlí 2014 20:20 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga 189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega. 18. júlí 2014 14:24 Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30 Dramatískar myndir: 298 fórust í Úkraínu Fjórum mánuðum eftir hvarf malasískrar vélar yfir Indlandshafi fórst Boeing 777 vél Malaysia Airlines í Úkraínu síðdegis í gær. Allir 298 innanborðs, 283 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir, fórust. 18. júlí 2014 19:44 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. 18. júlí 2014 13:50 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Barack Obama segir flugskeytið hafa komið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóti stuðnings Rússa í Úkraínu. 18. júlí 2014 18:46 Biden segir vélina hafa verið skotna niður oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti. 17. júlí 2014 22:55 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Engar vísbendingar um Íslendinga um borð Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að ekkert bendi til þess að Íslendingur hafi verið um um borð í vél Malaysia Airlines sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 09:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Flugvél Malaysaian hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu kl. 14.15 í dag. Fullvíst talið að hún hafi verið skotinn niður með eldflaug. 17. júlí 2014 19:43
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Alþjóðlegu eftirlitsteymi haldið frá vettvangi Óttast er að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu reyni nú að eyða sönnunargögnum um að þeir hafi grandað flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi í dag að fram skuli fara óháð alþjóðleg rannsókn á því hvað olli því að flugvél Malaysia Airlines fórst. 18. júlí 2014 20:20
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga 189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega. 18. júlí 2014 14:24
Myndskeið fangar síðustu andartökin um borð í MH17 Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður. 18. júlí 2014 15:30
Dramatískar myndir: 298 fórust í Úkraínu Fjórum mánuðum eftir hvarf malasískrar vélar yfir Indlandshafi fórst Boeing 777 vél Malaysia Airlines í Úkraínu síðdegis í gær. Allir 298 innanborðs, 283 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir, fórust. 18. júlí 2014 19:44
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. 18. júlí 2014 13:50
Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58
Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Barack Obama segir flugskeytið hafa komið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóti stuðnings Rússa í Úkraínu. 18. júlí 2014 18:46
Biden segir vélina hafa verið skotna niður oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti. 17. júlí 2014 22:55
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20
Engar vísbendingar um Íslendinga um borð Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að ekkert bendi til þess að Íslendingur hafi verið um um borð í vél Malaysia Airlines sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 09:58