Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu sem nemur tæplega tuttugu milljónum króna til tveggja ára. RIFF var í hópi 38 evrópskra kvikmyndahátíða sem hlutu styrki að þessu sinni.
Styrkurinn er veittur af nýrri kvikmynda- og menningaráætlun Evrópusambandsins sem kallast Creative Europe. Í tilkynningu segja aðstandendur hátíðarinnar styrkveitinguna mikla viðurkenningu og að RIFF hafi hlotið mjög góða umsögn valnefndarinnar.
RIFF fær 20 milljóna króna styrk
