Birting í New Yorker ætti að opna dyr Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:00 Andri Már Hagalín. "Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis.“ Vísir/GVA Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“ Menning Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“
Menning Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira