Sport

Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi þann 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem hann verður aðalstjarnan á bardagakvöldi. Hann berst gegn Bandaríkjamanninum Rick Story (17-8).

UFC bauð Gunnari fyrr í vikunni að fara fyrir kvöldinu og náðust samningar í gær. Þetta er mikill heiður fyrir bardagakappann og sýnir hversu mikils hann er metinn.

Síðast barðist Gunnar í Dyflinni á Írlandi sem var annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins, en nú verður hann stjarnan. Því fylgir mun meiri athygli og auknar tekjur.

„Ég ætlaði nú að taka mér frí en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar, sem er nýbakaður faðir, við Fréttablaðið.

Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hafa núverandi meistara, Johnny Hendricks.

„Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörkubardagi,“ segir Gunnar Nelson sem segist þó sigurviss að vanda.

MMA

Tengdar fréttir

Teiknaði stundina þegar Gunnar sigraði Cummings

Chris Rini birti á Twitter-síðu sinni á dögunum gríðarlega skemmtilegt myndband er hann teiknar Gunnar Nelson vera að hengja Zak Cummings í bardaga þeirra á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×